Heimilisritið - 01.07.1947, Side 9

Heimilisritið - 01.07.1947, Side 9
hann, „vegna þess ég sagði að ég elsíkaði yður — það var yður þó kunnugt um áður“. — Hún kast- aði þykkjulega til ljósu hárinu: „Hafið þér æft yður lengi að segja þetta erfiða orð — els'ka — var nauðsynlegt að segja það — og þó hnutuð þér um það. Æ, að þér skylduð endilega þurfa að vera að þessu“. — Hann smeygði á sig bakpokanum: , Já, það er satt, — ég hefði átt að þegja, — við skul- um 'halda áfram“. Það var bratt og það var heitt, og bæði höfðu misst gleði sína. Það var upp skriðu að fara. Hann fór á undan og vísaði leiðina; en hann rétti henni aldrei höndina til stuðn- ings, — hann þorir það víst ekki úr því sem komið er, hugsaði hún. Hana verkjaði í öklana, en aldr- ei skyldi hún biðja hann hjálpar, — hún hefði ekki heldur getað stunið því upp fyrir mæði ... Það gekk betur eftir að þau komu upp í hjarnfrerann, þar var slóðin greinilegri og brattinn ekki eins mikill. Það var hengiflug á aðra hönd. það sló ó'hug á hana þegar henni varð Iitið þangað niður, og hún bvi-jaði aftur að tala. Hann svaraði ekki nema hann væri neyddur til . . Skvldi hann vera sár, hugsaði Bún. skyldi liann hafa tekið sér þetta mjög nærri ... Vit- leysa, það er bara sjálfsblekking ... Þá yrði ég að hætta við nám- ið, hugsaði hún ennfremur, fórna sjálfstæði mínu og frelsi ... Og einungis vegna þess, að ég hallaði bakinu upp að honum ... Harmaði hann það, sem hafði skeð? Það var eitthvað við bak- svip hans, sem virtist benda til þess. Andlit hans sá hún ekki ... „Yður rennir víst ekki grun í, hvernig nútímastúlkan er“, sagði hún. ,Það er tilgangslaust að hugsa bara um okkur sem konur og mæður. Munið að við ólumst upp á stríðsárunum“. — „Eftir- striðs'konur", sagði hann háðslega. — „Já“, sagði hún þrjózk. „Því ekki það“. — „Og auk þess hafið þið upplifað byltinguna í Rúss- landi“, sagði hann í sama hæðnis- tóninum og áður. „Svo maður gleymi nú ekki Freud ... Annars ættuð þér að gæta yðar hérna“. — „Þökk, ég er einfær um það“, sagði hún. „Aumingja þér, sem ekki getið upplifað neitt, sem ekki hefur komið fyrir áður“. hún skotr- aði augunum niður í hyldýpið, og hana svimaði. — „Eitt er til, sem er einstaklingnum alltaf jafn nýtt ... Að ég elska yður gegnt vilja mínum, vegna þess að ég vil það, — það er alltaf jafn nýtt og auð- virðilegt . Þegar ’hann hafði þetta mælt, fálmaði hann út í loftið og hvarf í djúpið, og hún heyrði þegar hann kom niður, og síðan lágan skruðn- ing af sandi og möl ... HEIMILISRITIÐ 7

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.