Heimilisritið - 01.07.1947, Side 12

Heimilisritið - 01.07.1947, Side 12
svaraði hann rólega. Hún snerist á hæli, hann lá hreyfingarlaus og horfði á hana með undarlegan glampa í augum. „Hafið þér ekki einu sinni reynt?“ — „Hvernig á ég að geta það — ég er einhend- ur, — og stígvélin ...“ Hún hló, „asni get ég verið“, og hún kraup á kné og reimaði frá honum stíg- vélin með snörum handtökum; hann kenndi víst til, en henni tókst þó að ná þeim af honum. „Jæja, þér verðið að fara úr vos- 'klæðunum líka“, sagði hún ein- beitt. Hann roðnaði: „Það er ekki hægt“. — „Hvaða vitleysa“, hún gerði sig byrsta, „ég get ekki látið yður liggja svona og verða inn- kulsa — þér gætuð fengið lungna- bólgu, — já, það er ástæðulaust að brosa að því“. Hún kraup við hlið hans, henni hitnaði allri, en hún vildi ekki vera tepruleg: „Þúsundir hjúkrunarkvenna skipta daglega á sjúklingum sínum; nú er ég hjúkr- unarkona yðar“. — „Það væri betra þér sæktuð hjálp strax“, sagði hann hikandi. — ,,0g láta yður liggja hér og verða innkulsa — aldrei". Og hún lagði svefnpok- ann einbeittnislega yfir hann upp að mitti. „Getið þér hneppt frá yður sjálfur?" — „Vægið mér“, sagði hann vesaldarlega. — „Hætt- ið þessum fíflalátum“, sagði hún og var byrjuð að færa hann úr sokkunum. „Þér vitið, að það get- ur verið hættulegt fyrir yður að liggja svona“, sagði hún til að komast frá vandræðum. „Svona, já“, sagði hún blíðlega, „nú toga ég í — varlega — kennir yður til? Það var ekki mjög sárt, systir Annie er enginn viðvaningur“, hún fleygði vosklæðunum til hliðar. Hún tók fram handklæði úr bak- poka sínum og þerraði hann. — „Æ, hættið nú — ég finn til“, sagði hann biðjandi. — „Þér verðið að ta'ka því með stillingu“, sagði hún brosandi og skalf og hjálpaði hon- um að fara í nærfötin. „Þér verð- ið að aðstoða mig — verið ekki með kjánaskap — þér eruð í sjúkrahúsi — slysadeildinni — þér eruð þó varla feiminn við systur Annie, — svona, það var rétt, drengur, — sokkana er ég einfær um“, hún dró þá skakka á hann, því hún var dálítið skjálfhend þrátt fyrir allt. „Og skríðið þér nú niður í svefnpokann, — finnið þér annars svona mikið til?“ Henni vöknaði um augu. „Nú eruð þér þó í þurru“, hún breiddi úr vosklæðunum í sólskin- inu, síðan settist hún við hlið hans. „Þér stóðuð yður vel“, sagði hún blíðlega, „og tókuð því með still- ingu, sem ekki varð hjá komizt“, hún lagði hönd sína á hans og horfði yfrr landið burt frá honum. Undarlegt var nú þetta, hér sat hún hjá honum og sýndi honum blíðu. „Viljið þér mat?“ spurði hún fljótmælt; því nú, þegar allt var 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.