Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 14

Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 14
þungum, og hún dró djúpt andann. Aldrei hafði hana dreymt um það þannig ... Hún strauk mjúklega um andlit hans. „Kennir yður enn- þá til?“ hvíslaði hún. Því svaraði hann engu. Síðan var skýið á burt, sólin skein aftur yfir bleika gras- tóna . ..'„Nú verðið þér aftur að liggja illa svolitla stund“, sagði hún og ýtti bakpokanum undir hnakka hans. „Nú eigið þér að fá eitthvað að borða“. Hún stóð á fætur, nú var hún aftur komin í gott skap, sólin skein, hann var ekki heldur eins fölur og henni hafði sýnst. Hann brosti. Hann bað um vindling og hún kveikti í honum fyrir hann. Hann þakkaði henni með því að kinka kolli. Hann var ákaflega þögull. Ilún varð dálítið vonsvikin, að hann skyldi ekki borða neitt. Hann drakk svolitla kaffilögg, kaffið var heitt og sterkt; öðru gat hann ekki komið niður. Hún virti hann fyrir sér með áhyggjusvip og tók um úlnlið hans. „Ég gæti bezt trúað að þér hefðuð hita“, sagði hún mynduglega. Sjálf borðaði hún lítið, en sat!og hélt um hönd hans. Síðan heyrðn þau mannamál. Það voru einhverjir á ferð um stígin þarna upp frá, hún reis á fætur og kallaði. Ferðafól'kið dok- aði við. Það voru tvær danskar konur ásamt fylgdarmanni. Guð! sögðu þær, þegar þær komu auga á piltinn og stúlkuna. Fylgdarmað- 12 urinn kleif jafnskjótt niður til þeirra. Mads Vinger þekkti hann. „Ég hef slasað mig dálítið“, sagði hann, „þú verður víst að fara eftir mann- hjálp, — og sjúkrabörum. Fylgd- armaðurinn virti hann fyrir sér. „Ég skal haska mér“, sagði hann. Konurnar stóðu uppi á gilbrúninni og horfðu niður til þeirra og á vosklæðin. Annie stóð keik, með jómfrúlegum þóttasvip, —; þær máttu halda hvað þær vildu. Allt var svo kyrrt eftir að þau voru farin. Svo hljóðbært. Læk- urinn sussaði og flissaði lágt. Ilún stóð há og keik og horfði á eftir þeim. „Það var gott að ég var ekki farin frá yður“, sagði hún. Hann kinkaði kolli, en augu hans voru full aí sársauka. „Líður yður illa ?“ hvíslaði hún, og þegar hann svaraði engu, settist hún hjá hon- um, tók höfuð hans í fang sér og hagræddi honum. Hann teygði úr sér og hallaði höfðinu þannig, að hann gat séð í andlit hennar. Hún strauk honum um vangann og hárið, þrýsti höfði hans mjúk- lega að brjósti sér og brosti til hans. „Þér gátuð ekki staðist freistinguna að biðja mín, þegar við sátum á steininum í morgun og ég hallaði bakinu upp að yður“, sagði hún og^strauk höndinni nið- ur andlit hans: „nú held ég höfð- inu yðar í fanginu — getið þér staðist freistinguna núna?“ HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.