Heimilisritið - 01.07.1947, Síða 51

Heimilisritið - 01.07.1947, Síða 51
Eiginkonan og stúlkan Eftir Virginia Dale Saga um tvær stúlkur, sem aumkvuðu hvora aðra. CELIA hengdi nýju minkakáp- una gætilega inn í klæðaskápinn og greip síðan símann, ákveðin á svip. Allan daginn hafði hún verið að velta þessu fyrir sér. Þegar s'túlkan svaraði, sagði Celia næst- um samstundis: „Við vonumst eft- ir yður í kvöldverð á miðvikudag- inn“. Hún hlustaði á sína eigin rödd; hún var þægileg og blátt á- fram. Henni fannst sjálfri undar- legt, að ekkert skyldi heyrast á mæli hennar, hvernig henni var innanbrjósts. Hún beið andartak eftir svari stúlkunnar. „Þakka yður fyrir, Celia. Það er mér sönn ánægja“. Celiá dró djúpt andann. Hún þröngvaði sjálfri sér til að halda á'fram: „Klukkan sjö? Og verið ekki að hafa fyrir því að skipta um föt“. Svo bætti hún við góð- látlega: „Ég veit, að það hlýtur að vera óþægilegt fyrir yður, eftir að hafa verið í búðinni allan dag- inn“. Hún sagði ,,búð“ af ásettu ráði, þó að hún vissi vel, að stúlk- an vann í Tbebau-iistasafninu. ,.Sam“, sagði hún glaðlega, „verð- ur líka glaður yfir því að þér skul- ið koma“. Hún beið. Nú vissi hún, að þessi örstutta þögn stafaði af því, að stúlkan þurfti að átta sig, áður en hún gæti svarað. Celiu fannst sem hún sæi undrun hennar, sæi hana reyna að leita að viðeigandi svari. Rödd stúlkunnar var alveg eðli- leg: „Þakka yður fvrir. Ég kem þá klukkan sjö. Verið þér sælar“. Þegar Celia stóð fyrir framan spegilinn litlu síðar, myndi hún hafa ge.fið stórfé til þess að fá að vita, hvað stúlkan hugsaði. Varir hennar titruðu af reiði. Svo heyrði hún að forstofudyrnar voru opn- aðar og Sam sagði einhver spaugs- yrði við vinnustúlkuna. Hann var alltaf kátur og skemmtilegur (þeg- ar hann var í góðu skapi) við allt og alla. En það var samt engin á- HEIMILISRITIÐ 49

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.