Heimilisritið - 01.07.1947, Síða 57

Heimilisritið - 01.07.1947, Síða 57
FRAMHALDSSAGA VOÐI á ferðum eff/r MÍQnon 6. Iber/terf „Þetta getur ekki verið satt“, sagði Marcia. „Þér hafið ekkert sem sannar það á hann. Þetta eru bara getgátur yðar“. „Svo þegar Ivan kemur heim“, sagði Wait og lézt ekki heyra at- hugasemd hennar, „álítur Rob að auðvelt sé að mynrða hann, meðan þér eruð ekki heima. Hann heldur að þér séuð komin í kvöldboðið til móður hans, því hann sér kápuna yðar — sem Beatrice hafði til al'lr- ar óhamingju fengið lánaða — og boðið er jafnvel haldið með það fyrir augum, að fá yður fyrir fullt og allt yfir í hitt húsið“. „Ekki getur þetta verið rétt“, hugsaði Marcia. „Eitthvað er at- hugavert við það“. En Wait hélt áfram, áður en hún gat fundið út, í hverju villan iá. „Rob hefur falið hlutina ósjálf- rátt með það fyrir augum að ganga að þeim vísum, ef hann þyrfti síð- ar á þeim að halda. Og þó að þeir fyndust áður, þá var það ekki mik- ilsvert atriði. Þetta var fáimkennd framkvæmd taugaspennts manns, sem sá fyrir sér þá hamingju er honum myndi hlotnast við dauða Ivans og sem þoldi ekki að hugsa til þess, að hann héldi lífi, úr því að hann var nú svo nærri dauðan- um. En Ivan kemst lífs af, og þann tíma sem hann er að hressast eykst andleg þjáning Robs jafnt og þétt. Svo, þegar Ivgn kemur heim, þolir Rob ekki lengur við. Þegar hann þá sér Ivan ógna yður — sér hann taka um kverkar yðar, eins og hann ætli að kyrkja yður, og Ancill kemur inn og —“ „Sagði Ancili yður það?“ Wait deplaði augunum og þegar hann leit aftur á Marciu var augnaráðið ekki lengur fjarrænt héldur þreytulegt. Hann sagði: „Já, þá sjáið þér, að við verðum að hafa uppi á svo þýðingarmikiu vitni“. „Vitni gegn mér og gegn Rob á hann við“, hugsaði Marcia. Hún sagði það ekki, en hann vissi að hún hugsaði það. „Af hverju hengduð þér regn- kápuna inn í klæðaskápinn?“ sagði Wait snögglega. „Var Rob í hon- HEIMILISRITIÐ 55

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.