Heimilisritið - 01.07.1947, Page 61
Hún reis á fætur og gekk fram,
hálfstirð í fótleggjunum. Henni
fannst hið lága fótatak sitt láta
hátt í eyrum í ömurlegri þögn
hússins. Það var Ijós í anddyrinu
og hvorki heyrðist né sást til
nokkurs manns. Delia og Emma
Beek voru víst gengnar til náða
fyrir góðri stund Hún gekk inn í
borðstofuna og kveikti. Svo fór
hún inn í setustofu og kveikti þar
líka. Enginn var sjáaniegur.
Hún gekk aftur inn í bókastof-
una og furðaði sig á því, að hjúkr-
unarkonan skyldi ekki koma. Lík-
Lega væri ekki vert að bíða lengur
eftir henni.
í bókastofunni heyrðist meira á
en ajinars staðar. Regnhijóðið varð
háværara. Allt í einu tók hún eftir
því, að gluggadyrnar opnuðust.
XIX. KAPÍTULI.
HENNI BRÁ ónotalega. Eftir
andartak kom Blakie læknir í ijós
í dyragættinni, utan úr rigningunni
og mvrkrinu, og dustaði bleytuna
af regnkápu sinni. Hún rak upp
ofurlágt hræðsluóp. Ilann leit
fljótlega upp og flýtti sér að segja:
..Ó, vina mín. ég ætlaði sízt af
öllu að hræða þig“. Hann lagði káp-
una á stólbak og kom tii hennar.
„Mér þykir þetta ieitt“.
„Það er allt í lagi. Ég var alein
og dálítið taugaóstyrk“. Hún lét
sig falla niður í stóra stólinn og
tókst að brosa lítið eitt.
„Ég hringdi forstofumegin“,
sagði hann í afsökunartón. „En
það anzaði enginn, svo að þegar ég
'gekk hér fram hjá og sá Ijós, opn-
aði ég gluggadyrnar. Það er ekki
rétt að skilja þig svona eina eftir
hér. Hvar er hjúkrunarkonan, sem
ég sendi þér?“
„Hún fór heim með Verity. Gally
fór út að ganga. Ég heyrði þig ekki
hringja og ég býst við að Delia sé
háttuð“.
„Jæja“. Hann leit til hennar með
áhyggjusvip. „Það er víst bezt að
ég bíði hérna, þangað til einhver
kemur. Mig langar líka til að tala
dálítið við þig. Þess vegna kom ég.
Hugsar ungfrú Wurlitz ekki vel
um þig. Hún er bezta hjúkrunar-
konan mín og því sendi ég hana
til þín. En hún ætti ekki að hlaupa
svona frá þér. Og þér hlýtur að
hafa brugðið illa, þegar ég kom
inn í húsið á þennan hátt“.
Hann tók um púls hennar, og
greip svo um báðar hendur henn-
ar og horfði sífellt í augu hennar,
með hinum sterku, gráu augum sín-
um. „Mér þykir það mjög leiðin-
legt. Vertu ekki hrædd, vina mín“.
Henni hafði vissulega brugðið.
Hún var enn með hjartslátt.
„Það eru taugarnar“, sagði hún.
..Gerðu svo ve'l að fá þér sæti,
Blakie“.
Eftir andartak settist hann á
stól rétt hjá henni, andvarpaði og
hélt áfram að horfa á hana, með
HEIMILISRITIÐ
59