Heimilisritið - 01.03.1948, Side 39

Heimilisritið - 01.03.1948, Side 39
„Nei-i“, tautaði Pat. „Hann lyfti aðéins hattinum, rétt eins og ég væri systir hans eða ein- liver ókunn stúlka. Þetta gerði alveg út af við mig. Ekki það endilega, að ég vildi að hann kyssti mig, heldur —". „Ég skil, ég skil", sagði Brenda. „Þú vildir sem sé, að hann færði fórnina. Þér finnst sem stendur, að þú gætir aidrei látið Ned kyssa þig framar —“. Hrollur fór um Pat. „O,—nei! Og merkilegt — það sem mér datt í hug í lestinni hingað — ég var strax farin að kvíða fyrir því, hvað sængin myndi verða honum óþægileg til fóta“. „Húrra“, var það eina, sem Brenda gat sagt, áður en Pat fékk tíma til að útskýra sængur- málið nánar. Þegar það hafði verið útskýrt, sagði hún: „Auð- vitað verðurðu hér hjá okkur þangað til þú ert búin að koma öllu í kring“. Þetta voru einmitt þau orð, sem Pat vissi að hún myndi segja. Hún hafði engan'tíma til svars, því Brenda hélt áfram: „Það eru tveir tímar þangað til við hittum Pál; Nú ættir þú að hvíla þig þarna á dívaninum, á meðan ég tek svolítið til hérna. Við hjónin erum engir auðkýf- ingar eins og þið, við höfum ekki efni á að hafa vinnukonu allan daginn“; „Þær vilja vinna fyrir mínria kaup fyrir utan borgina“, svar- aði Pat annars hugar, því nú mundi hún, að það átti að borga vinnukonunni í dag; þessu hafði hún líka gleymt í morgun. Nú yrði Ned að borga henni launin — en annað það, sem Ned gat ekki þolað, var að vasast í smá- mununum, að minnsta kosti lét hann svo. Sagði, að þá fyndist honum hann vera orðinn gamall. Smámunirnir höfðu fallið á herð- ar Pat, í þessu tíu mánaða hjónabandi, sem lauk í gær. Henni hafði fallið vel í geð að færa reikninga heimilisins, kaupa sápu handa þvottakon- unni; borga matarreikningana og sjá um að heimili þeirra Neds væri hreint og þokkalegt. Er Pat hvíldist á dívaninum, sem hún hafði svo oft náttað í, áður en hún giftist, skildist henni, að með því að flýja að heiman væri liún að súna baki við ýmsu, sem hún átti erfitt með að yfirgefa. Það var líka svo margt, sem liún átti óklárað: hún þurfti að borga bakaranum tuttugu cent; þvottakonan kæini á morgun; spariföt Neds væru í hreinsun; útvarpsviðgerðannað- urinn var væntanlegur á þriðju- dag. Skipbrot hinnar miklu ástar virtist skilja eftir, þrátt fyrir allt, rórnantískar endurminningar, 87 HEMILISRÍTIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.