Heimilisritið - 15.06.1952, Síða 2

Heimilisritið - 15.06.1952, Síða 2
SKRÍTL UR — LITAVAL Stúlka nokkur kom inn t vefnaðar- vorubúð og bað um að fá að líta á silkináttföt. „I bvaða lit?" spurði afgreiðslumað- ttrinn. ..Það stendur til að ég giftist t niestu viku," svaraði stúlkan, og ég var að velta því fyrir mér, hvaða litur myndi henta fyrir brúður." „Hvitt er rétti liturinn, ef það er fyrsta hjónaband yðar," svaraði búðar- maðurinn. ,,Ef þér hafið verið giftar áð- ur, þá skttluð þér velja Ijósbláan lit." Stúlkan hugsaði sig um stundarkorn, en sagði svo: „Jœja, ætli það sé ekki bezt að þér látið mig fá þau hvít, með svo- litið bláum blæ." ★ HANN VILDl HVORUGT A trúarsamkomu nokkurri bað rœðu- maður alla um að standa upp, sem vildu fara til himnarikis. Allir stóðu upp nema einn maður. Þá bað rœðumaður alla að standa, sem vildu fara til helvitis. All- ir settust. Rœðumaður spurði f>á þann, sem ávallt hafði setið, hvert hann ósk- aði sér að fara. ,JEg hef það ágatt hérna," svaraði maðurinn. ★ HRAÐUR AKSTUR Ungur maður var að aka unnustunni upp í sveit og fór með geysihraða. Allt i einu sneri hann sér að henni og sagði: ,,Er þetta ekk't stórkostlegt — þjóta svona áfram eftir góðum vegi i indœlu veðri, með fagurt útsýni? Ertu ekki glöð að þú skulir lifa?" ,,Glöð?" stundi stúlkan. ,JEg er alveg hissa!" HANN SLAPP Trúboði nokkur var tekinn höndum af afríkönskum mannætum. Hann nussrí þó ekki kjarkinn, en sagði við höfðingjann: „Borðið þig mig ekki! Ég er viss um að þið hafið ekki iyst á mér!“ Að svo mæltu skar hann smástykki af hægri fótlegg sínum og rétti höfðingjanum. Höfðinginn stakk bitanum upp í sig, en gretti sig hræðilega og skyrpti hon- um út úr sér. Trúboðinn var nefnilega með tréfót. ★ Á BAÐSTRÖNDINNI Jón Jónsson oo kona hans voru á bað- ströndinni, og frúin var augsýnilega stórhneyksluð á sundfötum ungu stúlknanna. ,JEg hef aldrei á œvi minni," sagði hún, „séð svona fáklæddar stúlkur! Hef- ur þú það, Jón?" ,JNeiJ svaraði Jón. „og veðrið er á- oœtt lika." ★ BRAGÐVÍS BÍLSTJÓRI Tveir bilar höfðu rekizt hvor á ann- an, og Jón í öðrum bílnttm bauð Gvendi i hinum bilnum upp á snafs til að róa taugarnar. Gvendur þáði það feginn og fékk sér teig af flöskunni. Jón stakk flöskunni i vasann, án þess að bragða á vininu. „Ætlarðu ekki að fá þér sopa lika?" spurði Gvendur undrandi. „Ekki fyrr en lögreglan hefur verið hér," svaraði Jón. ★ Kona nokkur í Osló var svo brjóst- góð, að hún svœfði barnið sitt með kloroformi, áður en hún hýddi það.

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.