Heimilisritið - 15.06.1952, Síða 6
„Þér voruð þá ekki skilin eft-
ir af tilviljun?"
„Ég strauk af skipinu. Ég
hafði andstyggð á „Orinoco“.“
„Það myndi hjálpa mér að
skilja atvikin, ef þér segðuð
mér, hver þér eruð, og hvað kom
yður til að verða eftir hér.“
„Vesalings þér,“ sagði hún
hlæjandi. „Ég sé, að þér bíðið
eftir, að ég leysist sundur og
hverfi út í loftið, en það geri ég
ekki. Ég heiti Annabel Leigh og
er bara ósköp umkomulaus, rík
stúlka. Það eru margar eins og
ég. Þér vitið ekki, hvernig er að
vera innilokaður um borð í stóru
skipi mánuð eftir mánuð og vera
neydd til að gera allt, sem manni
er þvert um geð.“
„Og það er?“
„Að giftast manni, sem ég
elska ekki. Ekki að hlæja, því
það var ekki ólíkt helvíti um
borð í „Orinoco.“ Ég ferðaðist
með frænku minni, lady Tutton-
Finch, skiljið þér. Hún er fjár-
haldsmaður minn. Hún er tatari,
með augu og nef eins og róm-
verskur keisari, og hjartalaus.
Að hafa slíka frænku á hælum
sér, og auk þess ágengan biðil
með fágaða framkomu, en sál
eins og blóðsuga og brennandi
ást til peninga, þá getið þér skil-
ið, ástandið til fulls. Það var
vegna þessa, að vesalings Anna-
bella litla framdi sjálfsmorð.“
„Afsakið?“ Luke laut fram
með höndina við eyrað eins og
hann væri hálf heyrnarlaus.
„Ég stökk fyrir borð,“ útskýrði
hún og fékk sér sígarettu.
„Þér meinið, að þér hafið hætt
yður í sjóinn, fullan af hákörl-
um?“
Hún leit á hann. „Nei, nei, ég
er engin hetja! Ég sagði frænku
og Rodney, að ég hefði höfuð-
verk og vildi ekki fara í land og
bað um að verða ekki ónáðuð
fyrr en snemma í fyrramálið.
Ég hef gert það áður, þegar mig
hefur langað til að hafa frið.
Þegar þau voru farin, fór ég í
land með einum af hinum bát-
unum. Enginn tók eftir mér. í
töskunni hef ég peninga, gim-
steina, dálítið af fötum og öðru
nauðsynlegu. Þegar ég kom í
land, læddist ég burt og faldi
mig. Þegar brytinn opnar læstu
hurðina mína í fyrramálið, mun
hann finna bréf, sem skýrir frá
því, að Annabella hafi gert enda
á öllu saman með því að stinga
sér út um kýraugað. Aumingja
maðurinn!“ Hún hallaði sér aft-
ur á bak, ánægð með sjálfa sig.
Luke var gramur og vonsvik-
inn. Hún var ekki annað en
spillt barn. Það voru takmörk
fyrir, hvað maður gat leyft sér,
án þess að taka tillit til annarra
4
HEIMILISRITIÐ