Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 7
— þótt hún væri bæði ung og
falleg. Hann sá fyrir sér gaura-
ganginn um borð í skipinu.
„Mér finnst þér hafið breytt
illa, hugsunarlaust og eigin-
gjarnt. Þér eigið skilið hýðingu.
Frænka yðar hefur einungis vilj-
að yður vel, og nú valdið þér
henni sorg og óhamingju, og öll-
um öðrum um borð, frá skip-
stjóra og niður úr. Og vinir yð-
ar? Ég held Rodney, eða hvað
hann nú heitir, hafi verið hepp-
inn að losna við yður. Takið þér
ekkert tillit til annarra?"
Hún yppti öxlum og sagði:
„Haldið bara áfram, ég þoli
það.“
Hann hélt áfram að ávíta
hana, en hún hélt því fram, að
hún ætlaði ekki að dvelja á
eynni degi lengur en þörf gerð-
ist. Hvenær gæti hún komizt
burt?
Luke sagði henni, að skútan,
sem kom með póst og hálfsárs-
birgðir, hefði einmitt nýskeð
komið og myndi ekki koma aft-
ur fyrr en eftir fimm mánuði.
Hann fullyrti, að eftir fáeina
daga myndi hún óska sér langt í
burtu, og að hún þyrfti ekki að
ímynda sér, að hann yrði ást-
fanginn af fyrsta laglega andlit-
inu, sem hann sæi. Hann yrði að
sætta sig við að hafa hana, þang-
að til áætlunarbáturinn kæmi.
Hún gæti gert húsverkin, en
hann tæki ekki í mál að vera
barnfóstra fyrir spilltan stelpu-
bjálfa.
Luke fannst allt mjög breytt
síðan hún kom. Hvorki lónið
né pálmarnir voru eins og áður,
allt var næstum eins og umgerð
um hana. Hann igat ekki haft
hugann af henni, og að lokum
varð hann að viðurkenna fyrir
sjálfum sér, að hann væri ást-
fanginn af henni. Hún vann af
dugnaði, var félagsleg og við-
felldin og tók öllu, sem að hönd-
um bar, með ró og skynsemi.
Luke kenndi næstum í brjósti
um sjálfan sig. Þetta gat ekki
gengið svona til lengdar. Hún
var ekki annað en barn, en hann
fjörutíu og fimm ára. Hún var
miljónaeigandi, en hann átti rétt
til hnífs og skeiðar. Þegar bát-
urinn kæmi, yrði hún að fara
aftur til síns eigin heims. Hann
var enginn maður handa henni.
En hvernig myndi verða á eynni,
þegar hún væri farin? Hann var-
aði sjálfan sig yið að i’eyna að
mála hana.
En hann gat ekki staðið við þá
ákvöi’ðun. Hann vann hratt og
örugglega, meðan hún sat fyrir
úti í sólbyrginu. Dag einn hróp-
aði hún allt í einu og benti út
á sjóinn:
„Luke, hvað er þetta?“
SUMARHEFTI, 1952
5