Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 8

Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 8
Langt í fjarska mátti greina lítinn bát. Luke bölvaði í hljóði. Heimsóknir voru fágætar. Hvers vegna voru þau ónáðuð nú, þegar áætlunarbáturinn myndi ekki sýna sig í þrjá mán- uði? „Það er bátur lögreglustjór- ans,“ sá^ði hann. „Það er undar- legt, að hann skuli koma hing- að, því það er stutt síðan hann kom síðast.“ Hann sneri sér að Annabellu. sem stóð og starði á bátinn. Hún setti höndina fyrir munninn til að bæla niður óp. „Lögreglan? Þú mátt ekki láta þá taka mig?“ „Þvættingur,“ sagði hann æst- ur, „ef þú vilt vera hér, og guð veit að það myndi gleðja mig, þá geta þeir ekki farið burt með þig. Við biðjum bara Brownhill að hypja sig.“ Það var tæpast að hún hlust- aði á hann. Allt í einu hafði hún tekið ákvörðun, hún hafði fund- ið ráð, og nú sneri hún sér að honum með framréttar hendur. „Luke,“ sagði hún, „ég fer aldrei frá Faraniki, ef þú vilt hafa mig hér. Aldrei! Því, skilurðu — ég elska þig!“ „Annabel!“ Hún hjóp í faðm hans og þrýsti sér að honum. Kossar hennar voru unaðslegir. „Heyrðu, elskan mín,“ sagði hún, „ef einhver vill taka mig burt frá þér verð ég að fela mig. Þú skilur það ekki. Ég hef skrökvað að þér og gabbað þig, en ég held þér hafi verið það fyrir beztu. Ég vissi ekki, að ég myndi elska þig. Ég skal útskýra allt seinna, nú er ekki tími til þess.“ Þetta nýja viðhorf gerði hann ringlaðan, og áður en hann skildi upp eða niður, hafði hún hlaup- ið inn, og kom brátt aftur með töskuna sína. „Taktu hana,“ skipaði hún. „Hún er læst. Gerðu alveg eins og ég segi. Hvort sem hann spyr eftir henni eða ekki, þá fáðu honum hana. Segðu, að henni hafi skolað á land. Þú séi'ð að það eru saltvatnsblettir á henni. Spyrji hann um mig eða ein- hvern frá „Orinoco“, þá hefurðu ekki séð nokkra lifandi mann- eskju. Ef þú elskar mig, gerirðu eins og ég segi.“ Þar með hljóp hún burt. Báturinn var nú kominn, og Brownhill sté á land. Hann var rösklegur og igervilegur náungi. „Halló, Luke,“ sagði hann — „hvað hefur komið fyrir þig?“' Luke áttaði sig, hann mátti ekki láta á neinu bera. Þó var eins og skörp augu hins hefðu séð í gegnum hann. „Hvernig þá Bill? Þú getur 6 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.