Heimilisritið - 15.06.1952, Síða 18

Heimilisritið - 15.06.1952, Síða 18
fyrir mig gátu?“ spurði Brad. „Nei, en það er stúlka þarna inni, sem hefur hleypt ólgu í blóð mitt, lagsmaður. Hún á heima á búgarði og talar ekki um annað en hesta og folöld og ættartölur ferfætlinga. Eigi mér að verða eitthvað ágengt við' hana, er ég hræddur um að ég verði að kynnast dálítið nánar þeirri eðlu skepnu, hestinum“. Brad gretti sig. „Heyj’ðu nú, þú bílstjóri á flugvél. Eg get kynnt þig flug- þernu frá Las Vegas, og hún mun hjálpa þér til’að gleyma því, að þú hafir nokkru sinni séð hest. Forðastu hina sem mest; þú munt ekki græða ann- að' á þeim kunningsskap en rass- særi“. „Hvað veizt þú um það?“ „Jú, ég lét einu sinni telja mig á að dvelja í sumarleyfinu á ein- um þessara bannsettra sumar- leyfisbúgarða. Ég hélt að það væri einn þeirra staða, þar sem fagrar konur liggja meðfram sundlauginni í ótrúlega litlum baðfötum. Jú — sælinú! Þegar ég liugsa um þann búgarð, furð- ar mig á því, að ég skuli hafa lagt stund á nokkurt það starf, sem ég þarf að sitja við“. „Það er nú gott og blessað“, svaraði Jerry, „en þú hefur ekki séð vinkonu mína þarna inni“. „Nei, það hef ég að sjálfsögðu ekki.....En ef þú vilt endilega halda innreið þína í hestaheim- inn, get ég af hendingu bent J>ér á góðan stað uppi í Dalen, þar sem þeir kenna hestum allt — nema þá kannske að tala. Vera má, að þeir geti líka kennt þér að ríð'a, enda þótt ég efist um það. „Reiðskóli Morgans“, þú ættir að reyna hann“. Hann benti á hljóðnemann. „Og reyndu nú að gera eitt- hvað. Við erum ekki á hestbaki þessa stundina“. Þeir komust út úr þokunni í 200 metra hæð og Brad lenti vél- inni léttilega. „Ég kem rétt strax“, sagði Jerry og gekk aftur í og kom alveg mátulega til að hjálpa Ju- dith niður tröppurnar. „Gleymið nú ekki að heim- sækja mig“, sagði hún. „Hvernig í ósköpunum ætti ég að geta gleymt því“, svaraði Jerry og leit á hana með aðdáun. Þegar hún var farin, stundi Jerry og flýtti sér síðan til Brads. „Hvernig kemst maður til „Reiðskóla Morgans?“ spurði hann. „Ég sá henni bregða fyrir“, svaraði Brad, „og ég er ekkert liissa á því, þótt þú fengir fyrir hjartað“. Hann sagði Jerry hvar leiðin 16 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.