Heimilisritið - 15.06.1952, Page 27
skátinn hefði hnýtt linúta á alla
hans vöðva og gleymt að leysa
þá aftur.
„Nú, hvernig fór?“ spurði
Brad. „Sveifstu eins og flugfisk-
ur upp í jötuna til þessarar Ijós-
hærðu hestamanneskju þinnar,
eða hvernig reiddi þessu af?“
„Eg vil helst ekki á það minn-
ast“, sagði Jerrv.
„Pékkstu tilsögn í reið-
mennsku hjá Morgan? Og liitt-
irðu þar lítinn, svarthærðan
reiðfant, sem lieitir Nancy?"
„Eg svara báðum þessum
spurningum játandi. En hvað
þekkir þú til hennar, Brad?“
„Nú, mér þætti gaman að
vita, hvort þú hefðir liitt hana
og hvort þú hefðir „komið, séð
og sigrað“?“
„Hvað áttu við?“
„O, ekkert sérstakt. Aðgættu
nú hvernig liggur á farþegun-
um“.
„Með ánægju“, sagði Jerry og
reis á fætur. „Ég held ég verði
að reyna að komast að sem spor-
vagnsstjóri svo ég geti staðið við
vinnuna".
Hann staulaðist inn í farþega-
klefann, og þar sat hún, fögur
sem tannkremsauglýsing. Jerry
varð svo mikið um, að hann
hneig niður í sætið við hliðina
á henni.
„Hvað eruð þér að gera hér?“
spurði hann.
„O, ég ætla að skreppa í smá-
flugferð“, svaraði hún. „Þér vor-
uð alveg eins og Marzbúi, þegar
þér komuð haltrandi út úr
stjórnklefanum. Þér ættuð að
reyna að ná í einhverja léttari
vinnu — að minnsta kosti um
stundarsakir. . .. Nú, en ég ætla
í sumarleyfi til Portlands í Ore-
gon. Eg hef hugsað mér að leika
þar tennis og golf — ef til vill
skrepp ég til Gearheart og baða
mig í briminu“.
„Nancy", sagði Jerry, „ég
þekki flugmann, sem vill fús-
lega koma í minn stað, svo að
ég geti farið í sumarleyfi straw
Við getum leikið saman tennis
og golf og brimað í baðinu, eða
hvað það nú var sem þér sögð-
uð. Hið eina, sem ég vil ekki
heyra nefnt á nafn, er reið-
mennska. Niður með alla hesta!"
„Og ég hélt að þér ætluðuð að
ganga í riddaraliðið? Það gekk
ekki lítið á fvrir yður, þegar þér
komuð til okkar til að fá tilsögn
í reiðmennskunni".
„Eg veit, að yður þykir vænt
um hesta Nancy. En mér myndi
standa á sama, þótt ég ætti
aldrei eftir að sjá hest framar".
„Mér er eins farið“, sagði
Nancy. „Eg vildi ekki gefa tí-
eyring fyrir alla hestana í gerv-
allri Kaliforníu".
SUMARHEFTI, 1952
25