Heimilisritið - 15.06.1952, Page 28
,.En þér eruð —“
.,.Já, ég er fædd á hrossabúi í
Oregon, og ég kom í fyrsta skipti
á bak hesti, þegar ég var tveggja
ára. Og mér varð' þetta starf eins
og öðrum að skrifa á ritvél eða
smyrja brauð. Og ég hef meiri
tekjur en duglegasta hraðritun-
arstúlka“.
„Hvers vegna sögðuð þér mér
það ekki?“
„Nei, þér létuð reiðfantinn,
hana Judith líeynolds, hlaupa
með yður í gönur, svo ég hélt —“
„Getið þér fyrirgefið mér,
Nancy“, sagði Jerry. „Um leið
og ég sá yður---------“
„Já, sælinú! Um leið og þér
sáuð mig í baðfötum. Svona eru
karlmenn!“
Allt í einu fór luín að skelli-
hlæja.
„En þetta gerir ekkert til,
Jerry! Ung stúlka verður að neyta
allra þeirra ráða, sem leyfileg
eru. Og ég vonaði, að þegar þér
hefðuð séð mig í baðfötunum
mínum, sem voru samkvæmt
nýjustu tízku, mynduð' við geta
talað saman um hvaðeina, án
þess að hestur þyrfti að koma
þar nálægt“.
„Meinið þér að-------“
„Já, ég meina það! En ættuð
þér nú ekki að reyna að komast
fram í og gera eitthvað. Annars
gengur Brad alveg af göflunum“.
Jeny starði á hana stundar-
korn, síðan fór hann inn í stjórn-
klefann. Hann settist og leit
brosandi á Brad.
„Hún er dásamleg, er það
ekki?“ sagði Brad.
„Jú, það segirðu satt“, sagði
Jerry.
Svo leit hann livasst á Brad.
„Hvernig vissir þú annars að
hún var með vélinni?“
„Nú, ég útvegaði henni far-
miðann. Hún hringdi til mín í
morgun. Hún þakkaði mér með
mörgum fögrum orðum fvrir
hjálpina og sagði mér, að hún
væri raunar búin að festa öng-
ulinn í þér, bannsettur“.
Brad skellihló.
„Ég botna hvorki upp né nið-
ur í þessu!“
„Jú, ég hef alltaf verið að
segja henni frá þér undanfarna
mánuði. Það var þess vegna að
ég benti þér á að fá tilsögn í
reiðskóla Morgans. Eg vissi að
hún myndi hafa í fullú tré við
þessa bragðlausu, Ijóshærðu
stelpu, sem þú hélzt þú værir
ástfanginn af“.
Hann rétti fram höndina.
„Velkominn í fjölskylduna,
Jeny“.
JERRY tók í hönd hans, en
var alltaf jafn fávíslegur á svip-
inn.
26
HEIMILISRITIÐ