Heimilisritið - 15.06.1952, Page 30

Heimilisritið - 15.06.1952, Page 30
Bak við hurðina ★ Sakamálasasa eftir PARCIVAL WILDE Tekin úr bókinni „Great Murder Stories" ÞAÐ virtist auðvelt, og það var auðvelt. Annar lykillinn í kippunni opnaði kjallarahurð- ina, og Benni var kominn inn í húsið. Það var dimmt — afar dimmt — og hann stóð kyrr á meðan augun voru að venjast myrkrinu. Svo læddist hann á- fram, þumlung fyrir þumlung, að stiganum og upp á aðalhæð- ina. Hér var dálítil skíma, Benni þrýsti sér upp að þilinu og hugs- aði ráð sitt. Þetta var nokkuð, sem hann hafði enga reynslu í. Sérgrein hans var á allt öðru sviði. Hann var að upplagi og af ást á list- inni snillingur í að beita penn- anum, svo hann var jafnan riss- andi ef hann hafði nokkuð til að rissa með og á. Og hann var sér- fræðingur í að búa til undir- skriftir, sem ekki var hægt að finna neitt að nema með ná- kvæmustu rannsóknum. Þessi gáfa hans varð ábata- söm fyrir ófyrirleitnari menn, sem leiðbeindu honum — og iguldu nú ófyrirleitni sinnar bak við lás og slá: Benni hafði komizt hjá hand- töku, en hann hafði misst sam- starfsmenn sína. Og nú var hann á vonarvöl og átti ekki málungi matar, og þar eð hann var ein- föld sál, vonaði hann að geta ráðið bót á bágindum sínum á einfaldan hátt. í húsi Robisons, hafði honum verið sagt í undir- heimunum, var ógrynni dýr- gripa. Þar var t. d. myndasafn, sem fyllti margar kistur. Að vísu var húsið útbúið full- komnustu öryggistækjum gegn innbrotum, en um það hafði Benni ekki minnsta grun. Hann hlakkaði yfir því í huga sér, að hann hefði komizt inn, án þess nokkur yrði þess var. Angandi vindlalykt lagði til hans frá skrifstofu í námunda við hann. Nú var næst að ráð- ast á íbúana með skammbyss- 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.