Heimilisritið - 15.06.1952, Page 32

Heimilisritið - 15.06.1952, Page 32
„Það er ekki þitt að ákveða, hvað sé sanngjarnt." „Ég hef sagt þér, hve langt ég get igengið,“ hrópaði Robinson. „Ég borga ekki eyri meir!“ Glaðlegi maðurinn hló. „Sá, sem selur annarra eign,“ sagði hann, „verður að endurgreiða eða fara inn! Þú rúðir mig fyrir fimm árum, Robinson, og ég hef hugsað mér að jafna sakirnar. Nú er komið að þér að blæða.“ Rödd Robinsons varð allt í einu að æðislegu öskri. „Ég gef þér eina mínútu til að taka ákvörðun! Eina mín- útu!“ Stól heyrðist velt um oll, og rödd glaðlega náungans var skelfd, er hann hrópaði: „Láttu frá þér byssuna, Robinson, láttu hana frá þér!“ Svo heyrðist skammbyssuskot, og Benni spratt á fætur, skjálf- andi á beinunum. SKÁPHURÐIN var opnuð og rjúkandi byssu var troðið í hönd hans. Hann leit fram í stofuna. Hann sá mann liggja endilang- an á gólfinu og blóðstraum renna frá honum út í grátt gólf- teppið. „Fljótur," skipaði Robinson, „út með þig!“ Benni gaf sér engan tíma til umhugsunar. Hann vissi aðeins, að hann vildi komast sem fyrst burt frá þessum stað. Hann tók byssuna. Hann hljóp niður stigann og út úr húsinu. Hann var ekki kominn nema út á gangstéttina, þegar tveir lögregluþjónar, sem heyrt höfðu skotið, komu í flasið á honum og vildu fá að vita, hvað um væri að vera. Framburður Robinsons hefði ekki getað verið meira sann- færandi. „Þetta er maðurinn,“ sagði hann einbeittur. „Ég var að tala við Holloway, þegar hann rudd- ist inn með byssuna á lofti. Hann miðaði á mig, og var rétt í þann veginn að skjóta, þegar Holloway réðist á hann.“ Hann leit á líkið og þurrkaði burt tár. „Herrar mínir, Holloway var bezti vinur minn.“ Lögregluforinginn, sem kom- inn var á vettvang, ygldi sig framan í fangann. Hann þekkti hann. „Hvað hefur þú um þetta að segja, Benni?“ spurði hann. „Þessi þarna — hann gerði það sjálfur!“ Áheyrendurnir fnæstu van- trúaðir. „Með byssunni þinni?“ „Já, einmitt, það gerði hann!“ Benni sá rafmagnsstólinn fyrir sér. „Svo hljálpi mér guð, drap ég engan! Þessi deli greip migr 30 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.