Heimilisritið - 15.06.1952, Page 35

Heimilisritið - 15.06.1952, Page 35
hard og fengu því meiri æfingu í sakvæmissiðum. Hann kom upp í sólbyrgið og settist við hlið hennar ... hin- um megin var súla og hérna megin var Richard. Hún var í gildru. „Hvernig gengur?“ spurði Ric- hard. „Ertu nú kominn aftur!“ svar- aði Edith eins afundin og hún gat. Richard lét sem hann skildi ekki sneiðina og tók að segja henni, hve töfrandi hún væri á að líta, og hversu glaður hann væri af að sjá hana. Edith þoldi ekki að hlusta á meira af slíku af munni venju- legs manns, eins og Richards. Hún stóð því upp, heldur hvat- skeytslega. „Viltu gera svo vel að færa þig ofurlítið ... ég er að fara!“ sagði hún hispurslaust og ýtti stólnum til hliðar. Richard stóð einnig upp — það var augljóst, að hann hugð- ist fylgja henni eftir. „Ertu að fara, Edith? Hvert ætlarðu?“ „Eitthvert!" sagði hún æst. „Eitthvert, þar sem fólk er ekki svona hversdagslegt og leiðin- legt og þreytandi! Þá er mér líka alveg sama hvert ég fer.“ Richard sneri sér að henni og horfði framan í hana með svip ... nú jæja, hann var fokreiður, en það fór honum reyndar vel! „Finnst þér í raun og veru all- ir vera þannig?“ spurði hann og röddin var lág og sár — „er mað- ur þreytandi og leiðinlegur, þeg- ar maður er ástfanginn ... ör- væntingarfullri, vonlausri ást...“ Hún var rétt í þann veginn að grípa fram í og gefa honum ó- tvírætt í skyn, að hann þyrfti ekki að gera sér neinar vonir. Að hún kærði sig ekki vitund um hann ... og að hún gæti ekki með nokkru lifandi móti hugs- að sér að verða ástfangin af hon- um. En þá hélt hann áfram: „ ... Já, svona fábjánalega ást. SUMARHEFTI, 1952 33

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.