Heimilisritið - 15.06.1952, Qupperneq 64

Heimilisritið - 15.06.1952, Qupperneq 64
löngum helgum þar, — frá föstu- degi til þriðjudags. „Mér gengur svo miklu betur að vinna heima,“ sagði hann mér. „Ég veit ekki hvers vegna, en ég get bara ekki haft mig fram úr á morgnana.“ Aðferð Danna var að sofa til tíu, síma síðan nokkrar fyrirskipanir til skrifstofunnar og tala við þýð- ingarmikla viðskiptavini í skrif- stofum þeirra. Þetta þýddi, að hann var búinn að taka þýðing- armestu ákvarðanir dagsins þeg- ar hann kom í skrifstofuna. Hann eyddi líka miklum tíma í klúbbnum sínum og virtist reka mikinn hluta viðskiptanna þar. Hann lék golf tvisvar í viku við háttvirta Viktóríu Gosling, dótt- ur Goslings lávarðar, og áður en hann var búinn að vera ár hjá fyrirtækinu var hann kvæntur henni. Á viðskiptaráðstefnur var Danni undantekningarlítið of seinn. Hann kom þá eitt sinn að Gosling, framkvæmdastjórunum og öðrum æðri starfsmönnum fyrirtækisins umhverfis fund- arborðið, er þeir voru að ræða eitthvert mál, hálfkvíðafullir og efasamir, þegar orðnir þreyttir og hrjáðir. Það lifnaði yfir Gos- ling, er Danni gekk inn. „Jæja, Freeman! Láttu okkur nú heyra álit þitt. Það myndi hjálpa mik- ið. Við getum ekki ákveðið, hvort réttara væri að selja al- menningsvagnana á 250 pund eða 320 ...“ Danni settist makindalega í hægindastólinn sinn, kveikti í pípunni og brosti: „Tvö og fimmtíu, auðvitað. Það er svo bersýnilegt?“ Hin þægilega rödd Danna, æðrulaus og örugg, hafði þegar mikil áhrif á fundarmenn. Þeir drógu andann léttar og tóku sína fyrri gleði. Seinna sagði Danni við mig í trúnaði: „Maður á alltaf að taka skyndiákvarðanir, gamli. Ein- hverjar þeirra hljóta að vera réttar. Allt til að firra vandræð- um. Hvernig þeir sitja umhverfis borðið, kjarklausir af kvíða og hræðslu! Eins og gammahópur, sem finnur ekki bráð til að höggva í ...“ Danni var sá eini meðal hinna háttsettari starfsmanna hjá Em- mett & Gosling, sem aldrei hafði fengið taugaáfall eða magasár. Hann hafði þá náðargáfu að geta notið hvíldar — vegna þess að hann tók ekkert í raun og veru alvarlega. Honum stóð nákvæm- lega á sama um allt, og undan- tekningarlítið valdi hann ávallt auðveldustu leiðina út úr öllum vandamálum. Hann eyddi aldrei orku sinni, forðaðist troðning og 62 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.