Heimilisritið - 15.06.1952, Page 64

Heimilisritið - 15.06.1952, Page 64
löngum helgum þar, — frá föstu- degi til þriðjudags. „Mér gengur svo miklu betur að vinna heima,“ sagði hann mér. „Ég veit ekki hvers vegna, en ég get bara ekki haft mig fram úr á morgnana.“ Aðferð Danna var að sofa til tíu, síma síðan nokkrar fyrirskipanir til skrifstofunnar og tala við þýð- ingarmikla viðskiptavini í skrif- stofum þeirra. Þetta þýddi, að hann var búinn að taka þýðing- armestu ákvarðanir dagsins þeg- ar hann kom í skrifstofuna. Hann eyddi líka miklum tíma í klúbbnum sínum og virtist reka mikinn hluta viðskiptanna þar. Hann lék golf tvisvar í viku við háttvirta Viktóríu Gosling, dótt- ur Goslings lávarðar, og áður en hann var búinn að vera ár hjá fyrirtækinu var hann kvæntur henni. Á viðskiptaráðstefnur var Danni undantekningarlítið of seinn. Hann kom þá eitt sinn að Gosling, framkvæmdastjórunum og öðrum æðri starfsmönnum fyrirtækisins umhverfis fund- arborðið, er þeir voru að ræða eitthvert mál, hálfkvíðafullir og efasamir, þegar orðnir þreyttir og hrjáðir. Það lifnaði yfir Gos- ling, er Danni gekk inn. „Jæja, Freeman! Láttu okkur nú heyra álit þitt. Það myndi hjálpa mik- ið. Við getum ekki ákveðið, hvort réttara væri að selja al- menningsvagnana á 250 pund eða 320 ...“ Danni settist makindalega í hægindastólinn sinn, kveikti í pípunni og brosti: „Tvö og fimmtíu, auðvitað. Það er svo bersýnilegt?“ Hin þægilega rödd Danna, æðrulaus og örugg, hafði þegar mikil áhrif á fundarmenn. Þeir drógu andann léttar og tóku sína fyrri gleði. Seinna sagði Danni við mig í trúnaði: „Maður á alltaf að taka skyndiákvarðanir, gamli. Ein- hverjar þeirra hljóta að vera réttar. Allt til að firra vandræð- um. Hvernig þeir sitja umhverfis borðið, kjarklausir af kvíða og hræðslu! Eins og gammahópur, sem finnur ekki bráð til að höggva í ...“ Danni var sá eini meðal hinna háttsettari starfsmanna hjá Em- mett & Gosling, sem aldrei hafði fengið taugaáfall eða magasár. Hann hafði þá náðargáfu að geta notið hvíldar — vegna þess að hann tók ekkert í raun og veru alvarlega. Honum stóð nákvæm- lega á sama um allt, og undan- tekningarlítið valdi hann ávallt auðveldustu leiðina út úr öllum vandamálum. Hann eyddi aldrei orku sinni, forðaðist troðning og 62 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.