Heimilisritið - 01.08.1955, Qupperneq 5

Heimilisritið - 01.08.1955, Qupperneq 5
af sér skónum. Undanfarna sex mánuði hafði hann vanizt því að afklæðast í skyndingi — síð- an konan hans dó. Náttfötin hans héngu inni í baðherberginu, þar sem hann hafði skilið við þau um morgun- inn. Er hann hafði afklæðzt, fór hann höndum um tannbursta Michaels; hann var þurr. Hann hefði átt að útskýra það fyrir drengnum, hvað verður um tenn- ur þeirra, sem gleyma að hreinsa þær kvölds og morgna. Carroll virti fyrir sér andlit sitt í speglinum fyrir ofan þvottaskálina. Hann geði tilraun til að brosa. Enginn hefði raun- verulega getað sagt, hvað sá maður væri að hugsa, er brosti þannig. Jafnvel Michael, sem var næmastur allra á að finna hvemig öðrum leið, hefði ekki tekizt það. Carroll læddist inn í svefnherbergið á tánum. Um leið og hann fann fyrir ábreið- unni, sem lá til fóta, mundi hann eftir því, að hann hafði búið um rúmið sitt í miklum flýti. Rúm- fötin voru ekki hressandi og svöl nema á laugardögum, þegar frú Nolan hafði skipt um á rúminu. Michael var ekki sofnaður. „Pabbi?“ hvíslaði hann. „Farðu að sofa.“ „Eg var að biðja heilaga Maríu um dálítið." ÁGÚST, 1955 „Segðu mér það á morgun.“ „Nei, ég var að biðja hana um það rétt áðan.“ Carroll lá endilangur á bak- inu og með hendur fyrir augun- um. „Um hvað hefurðu verið að biðja hana, Michey minn?“ Michael hikaði. „Mér fannst réttara að biðja hana fyrst um eitthvað, sem auðvelt væri að fá. Til þess að sjá, hvað myndi ger- ast.“ Hann reis upp í rúminu. „Ég bað hana um vasahníf.“ í METROPOLITAN-turninum, nokkrum húsum álengdar, sló klukkan tíu. Michael var horf- inn óralangt inn í lönd draum- anna. Carroll hlustaði á andar- drátt hans. Hann reyndi að láta sinn eiginn andardrátt vera í takt með andardrætti drengsins, til þess að geta sofnað, en það var árangurslaust. Á hverri nóttu reyndi Carroll að ímynda sér, að nú væri hann alveg að því kom- inn að sofna, en augu hans þönd- ust út og urðu glaðvakadi um leið og hann hafði slökkt ljósið. Þegar klukkan nú hafði slegið síðasta höggið, reis Carroll upp, gek inn í baðherbergið og klædd- ist. Síðan fór hann inn í dagstof- una, opnaði læsinguna að dyrum íbúðarinnar og aflæsti á eftir sér, áður en hann fór niður tvo stig- ana og út á hliðargötuna. Verzl- anir stóðu í löngum röðum með- 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.