Heimilisritið - 01.08.1955, Qupperneq 6

Heimilisritið - 01.08.1955, Qupperneq 6
fram Lexington Avenue svo langt sem augað eygði. Carroll gekk áleiðis til miðbæjarins eins og hann var vanur. Hann nam staðar við hvern búðarglugga og athugaði í fimmta eða sjötta skipti, hvað þar var til sýnis. Hann var farinn að vita, á hvaða dögum skipt var um í þessum og þessum glugga, og hverjir gerðu það. Vissar auglýsinga- styttur og sérstakir auglýsinga- munir voru orðnir gamlir og góðir kunningjar hans. Á stórum gatnamótum beið Carroll eftir því, að umferðaljós- in skiptu um lit. Til vinstri við hann var ölkrá; á hægri hönd hans, og handan við götuna, vín- knæpa. Carroll hikaði andartak fyrir utan ölkrána. Gegnum þunn gluggatjöldin sá hann glansandi rauðviðarskáp fullan af flöskum, en barmaðurinn var reikull í spori af ölvímu. Maður og stúlka sátu við borð nálægt glugganum, örskammt frá þeim stað þar sem Carroll stóð. Þau virtust ekki talast við. Hand- leggur mannsins lá hálfur fram á borðplötuna, en svartur klæðn- aður stúlkunnar gerði háls henn- ar mjúkan og hvítan á að sjá. Carroll snerist á hæl og hélt yf- ir götuna, í átt til vínknæpunn- ar. Eigandinn, Sam Ramatsky, stóð fyrir dyrum úti, undir mál- 4 aða skiltinu méð nafninu hans, og andaði að sér fersku nætur- loftinu. „Jæja, herra Carroll, þetta er fögur marz-nótt.“ „Já.“ Carroll þráði það eitt að heyra mannsrödd. „Hvernig ganga viðskiptin?“ spurði hann. „Ég hef yfir engu að kvarta.“ Sam brosti og hristi höfuðið. „Ég tek orð mín aftur. Viðskiptin eru hvorki fugl né fiskur. Ég verð að fara að stilla mig um að segja alltaf þetta sama — að ég hafi yfir engu að kvarta. Ég verð að fara að sjá, hvað þetta allt er alvarlegt. Viðskiptin eru væg- ast sagt óhagstæð.“ Carroll hallaðist upp að glugg- anum, sem var yfirfullur af vín- flöskum, ilmvatnsglösum og með tveim myndum af ungum stúlkum í stuttbuxum og sandöl- um. Þessar stúlkur höfðu nú ver- ið þama í tvo mánuði. Tennum- ar 1 þeim og brúnir kálfar þeirra var orðið rykfallið. „Þú ættir að bursta í þeim tennurnar þessum, Sam,“ mælti Carroll, „og strjúka höndunum um kálfana á þeim öðru hverju.“ „Þú gengur mikið úti,“ sagði Sam. „Ég sé þig á ferli þetta klukkan tíu og ellefu á hverju kvöldi.“ „Ég geri það víst, já,“ anzaði Carroll. HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.