Heimilisritið - 01.08.1955, Page 24
NÚ SKULUÐ þér heyra, Maísí
og ég — Maísí, það er konan
mín — höfðum miklar fyrirætl-
anir á morgni tímans. Það var
þegar ég gekk í lögregluskólann.
Við áttum aðeins eitt barn þá —
Maríu litlu; svo það var auðvelt
að gera háfleygar fyrirætlanir.
Og það gerðum við líka. Maísí
var stolt af litla búinu okkar, og
hún var líka framgjöm. Oft
sagði hún: „Þegar þú hefur lok-
ið námi, Jói, og ert orðinn mik-
ill og frægur leyniþjónustumað-
ur, þá skulum við sannarlega
spara, svo að við getum flutt upp
í sveit. Maísí litla á ekki að al-
ast upp í rennusteinunum eins
og þú og ég. Hún á að verða stór
og sterk úti í guðsgrænni nátt-
úrunni.“
Ég lofaði Maísí, að þegar ég
hefði sparað saman fimm þús-
und dollara skyldum við kaupa
svolítið land úti á Jersey. Þar
skyldum við ala upp kjúklinga
og eignast hóp af börnum.
„Hóp af börnum, Jói“, hrópaði
hún hamingjusöm, „hve mörg?
Hvað heldurðu að við höfum
efni á að eignast mörg?“
Hún var svo falleg og glöð og
ég þrýsti henni að mér. Ég elsk-
aði hana svo innilega á þeirri
stundu, innilegar en ég hafði
nokkurn tíma elskað hana.
'„Mörg“, sagði ég, „óendanlega
mörg. Og minnsta kosti einn
strák. Ég vil ekki vera eini han-
inn í hreiðrinu, innan um tómar
stelpur11.
Þér getið verið vissir um að
við vorum hamingjusöm þá. Ung
og hamingjusöm, uppfull af trú
á framtíðina. Hvað eru fimm
þúsund, þegar maður er ákafur
í að bretta upp ermamar, og
vonbrigðin hafa ekki kaffært
mann ennþá. Það er smáræði, og
maður verður fljótur að vinna
sér þau inn. Ég var samvizku-
samur og hafði áhuga á starfinu.
Ég leit ekki við mútum. og
reyndi ekki að olnboga mig á-
fram. Þeir kölluðu mig „Jóa
heiðarlega“, og ég var stoltur af
því.
Það liðu tíu ár, áður en ég
var hækkaður í tign. Tíu erfið
ár. En það kom þó að því að ég
yrði hækkaður, og við vorum
hamingjusöm.
Þegar hér var komið, höfðum
við eignazt þrjú böm, og við
þörfnuðumst peninganna, sem
ég fékk við hækkunina. Jói litli,
sá yngsti, var veikbyggður; og
Maísí var heldur ekki lengur í
fullu fjöri.
Hún hafði heldur ekki hlíft
sér þessi ár.
En þrátt fyrir allt áttum við
svolítið í banka, þrátt fyrir börn-
in, veikindi og léleg laun.
22
HEIMILISRITIÐ