Heimilisritið - 01.08.1955, Side 30

Heimilisritið - 01.08.1955, Side 30
gagna frá Palestínu kemur greinilegar í ljós, ef það er sett í samband við útbreiðslu Ne- anderthal-mannsins, sem nefnd var að framan, þar sem tekið var fram, að Neanderthal-fund- ir yrðu æ sjaldgæfari eftir því sem lengra drægi frá vestri til austurs. Það er og merkilegt að veita því athygli, að sýnishom þau, sem fundizt hafa í Austur- Evrópu, og enn austar, sýna viss- an skyldleika við nútímamann- inn, en þann skyldleika er ekki að finna í þeim sýnishornum, þar sem fram koma fyllri sérein- kenni. í ljósi sönnunargagnanna frá Palestínu, þá ber nú að skilja þetta, ekki sem sönnun þess, að um sé að ræða ummyndun Ne- anderthal-tegundarinnar í átt til „nútíma“-mannsins, heldur má öllu frekar telja það bendingu um, að eftir því sem við nálg- umst meir upprunastað tegund- arinnar í austri, þá miði mynd hennar að því að gefa frekari sönnun um ætterni, sem er frá- brugðið ætterni Neanderthal- mannsins. A. m. k. með tilliti til kyneinkenna, ef ekki jafnframt til aldurs, svara þau til fyrra þróunarstigs, eða síður gjörfrá- brugðins, en fram kemur hjá hinni fullþroskuðu Neanderthal- tegund Vestur-Evrópu. Frá Asíu til Ameríku MEÐ framkomu Cro-Magnon- mannsins á Evrópu-sviðinu við lok íslandar, þegar Neandarthal- maðurinn hvarf, koma fram ný viðhorf um rannsóknir á mann- inum. Þegar við athugum þessa hávöxnu, uppréttu tegund, með nútíma-mynd hauskúpu og apd- lits, nútíma-kjálka, útbúinn höku og nútíma-heila, þá erum við ekki lengur að fást við mann- kynið sem heild, heldur spurn- inguna um uppruna nútíma-kyn- flokka. Það er rétt, að lítið er enn vitað um það, hvernig og hvar homo sapiens sem slíkur kom fyrst fram, en áður en unnt er að gera því viðfangsefni veru- leg skil, verðum við að vita miklu meira um það, hvemig, hvenær og hvar hin ýmsu af- brigði eða kynstofnar hominis sapientis hófu fyrstu tilveru sína. Enda þótt venjulegt sé, og hentugt, að telja Cro-Magnon- manninn, almennt séð, sérstak- lega til ofanverðrar síðari stein- aldar, þá eru til viðbótar Cro- Magnon-manninum í ströngum skilningi þess orðs, ». m. k. þrjár, og e. t. v. fleiri, tegundir, sem greina má milli meðal leifa af beinagrindum frá þessu tíma- bili, og verður að rannsaka þær með tilliti til viðfangsefnisins 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.