Heimilisritið - 01.08.1955, Side 33

Heimilisritið - 01.08.1955, Side 33
Þroskakenningin hefur leyst úr flestum vandkvæðum siðfræði Gamla testamentisins, og gert okkur fært að sætta okkur við kenningar, sem settar hafa ver- ið fram á ýmsum öldum, og enn er að finna sameinaðar í einni bók. Hún hefur búið kirkjuna margs konar vömum, sem marg- ir leiðtogar vorir beita.“ Dr. W. A. Inge er ekki að öllu leyti sammála höfundi þeim, sem vitnað er í að framan. „Við megum ekki telja þróunina guð- legs eðlis,“ segir hann. „Þróun er alltaf endanleg innan heildar- innar. Við getum ekki dregið ályktun af þeirri staðreynd, að maðurinn hefur tekið framför- um frá því sögur hófust, að öll sköpunin sé á þroskunarbraut til fjarlægrar og guðlegrar nið- urstöðu. . . . Niðurstaða mín er á þá leið, að þróunin sé aðeins aðferð, sem eilífur guð beitir til þess að framkvæma flestar fyrir- ætlanir sínar. Trúin á hægfara breytingu er að ryðja úr vegi hinni gömlu trú á byltinga- kennda guðlega meðalgöngu.“ í fyrri kafla hefur verið vitn- að í ritdeilu, sem átti sér stað þegar Darwin bar fram þróunar- kenningu sína. „Ég mun ekki leggjast á sveif með þeim,“ sagði dr. W A. Matthews við meðlimi Brezka félagsins (British Asso- ciation) árið 1932, „sem spotta guðfræði Victoríu-tímabilsins fyrir það að snúast á móti þró- unarkenningu Darwins. Guð- fræðingarnir voru ekki andvígir Darwin sökum ófullkomleika kenningarinnar. Hin raunveru- lega ástæða var sú, að þeim fannst byltingakennd breyting yfirvofandi, varðandi stöðu mannsins.“ Fallinn engill eða upprisinn api? „FALLINN engill eða uppris- inn api. — Þetta var hin frum- stæða, en ekki að öllu leyti ranga, skýrgreining andstæðn- anna milli erfðakenninga trúar- bragðanna og hinna nýju, vís- indalegu skoðana. Ég býst ekki við, að nein breyting á vísinda- legum hugmyndum, muni nokk- um tíma umsteypa þróunarferl- inum, eða getað orðið til þess, að aftur verði horfið að trúar- bragðaskoðunum þeim, sem ríktu um uppruna mannsins, áður en vísindin komu til skjalanna. Hvernig svo sem rás viðburð- anna er háttað í smáatriðum, þá hljótum við að hugsa okkur manninn fram kominn vegna framvindu þróunarinnar.“ * ÁGIJST, 1955 31

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.