Heimilisritið - 01.08.1955, Page 40

Heimilisritið - 01.08.1955, Page 40
að bíða eftir hinu áríðandi bréfi yðar, sama hvað í því stendur. Eg verð að vona að það sé ekki eins árðandi og þér viljið vera láta, því við stingum af til Chicago seinna í dag. Það er búið að lesta „Spitsbergen" aftur og hún er tilbúin til að halda til Afríku á ný, svo ég verð að sjá um að litlu negrastrák- arnir mínir komist frá borði fyrir klukk- an 3 síðdegis. Við ferðumst með bifreið, því að ég hef fengið ágæta hugmynd. Nú, þegar ég veit, að þessir sex svörtu náungar, eru ekki eins hættulcgir og þeir líta út fyrir að vera, væri skömm að því að nota sér ekki auglýsingagildið sem felst í slíku ferðalagi. Það er, svo ég segi sjálfur frá, óborganlegt. Hér er svo hugmynd mín: Við eigum að fara til Chicago og sameinast þar hinum leikurunum úr ó- trúlegustu mynd aldarinar „Nætur í Nairobi“, og við eigum að vera þar í síðasta lagi á föstudag, svo við höfum engan tíma til að slæpast á leiðinni. Við flytjum þá með bifreið, því þeir eru svo viltir, að við þorum ekki að senda þá með járnbraut eða flugvél. En milli New York og Chicago eru að minnsta kosti tvær ár, sem hafa flætt yfir bakka sína, það vitið þér eins vel og ég, Richard. Rétt áður en við höldum af stað hringi ég í veðurhanana og spyr, hvar á leiðinni séu mestar líkur fyrir að lenda í almennilegu flóði. Svo flýtum við okk- ur þangað og keyrum bílinn út í þar sem verst er þar til við sitjum föst, hjálparlaus. Við hverfum svo dögum skiptir. Á meðan þér og blaðamenn þjóðarinnar leitið að okkur, og þér, sér- staklega, látið í ljós mikinn kvíða út af örlögum okkar, og auðvitað þeirra manna, sem mannæturnar hitta, munu allir álíta að þetta sé ekkert „plat“, því hver getur hugsað sér, að við af frjáls- um vilja frestuðum heimsfrumsýning- unni á „Nætur í Nairobi“? Er við höfum verið týnd í nokkra daga biýt ég mér leið til menningarinn- ar aftur, og rétt áður en líður yfír mig, tekst mér að skýra frá því, að við höf- um hvert gengið í sína átt, til þess.að reyna að bjarga lífinu, og þannig séu því sex mannætur, sem leiki lausum hala í vesling Ohio-ríki. Er ég hef kreist þetta út úr mér steinlíður yfir mig, og; þekki ég meðbræður mína rétt munu allir íbúar Ohio gera slíkt hið sama. Því um leið verðið þér að játa allt, að vísu nauðugir, og þá skuluð þér sanna til að blöðin munu slá upp fréttinni með sömu feitu fyrirsögninni og þau notuðu þegar heimsstyrjöldinni var lokið. Hafið þér nokkurn tíma heyrt betri auglýsingahugmynd, Richard. Hún getur ekki mistekizt. Ég fer með heilt hænsnabú með mér í bílnum, því ef mannæturnar fá nóg af kjúklinga- steik, eru þeir gæfir eins og lömb. Okk- ur verður ábyggilega ekki skotaskuld úr þvf að ná þeim aftur, því það ar auð- velt að þekkja þá frá hinum innfæddu í Ohio, og sérhver innfæddur afrískur negri er syndur eins og selur. Nei, það getur ekkert skeð, og við fáum auglýsingu, sem mun fá allar hin- ar kvikmyndimar til þess að blikna. Þér skuluð ekki vera áhyggjufuilur, þó við komum ekki til Chicago á rétt- um tíma. En látið cins og þér séuð áhyggjufullur yfir þvf, hvað hafi kom- ið fyrir. Afganginum geng ég frá. Púta-pút Georg. P.S. Það er aðeins eitt í viðbót. Ég hringdi til Rebeccu Lane og taldi hana á að keyra með okkur til Chicago. Hún 38 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.