Heimilisritið - 01.08.1955, Page 45

Heimilisritið - 01.08.1955, Page 45
inu, og hófu að byggja timburfleka. Það tók þá aðeins stutta stund að búa til allmarga ágæta fleka, og þeir gerðu sér einnig árar til þess að róa með, og brátt höfðu þeir komið á ferju yfir á hæð í nágrenninu, þar sem var friður og engin hætta af flóðinu. Þeir björguðu ekki að- eins fólkinu á bílunum heldur einnig fjölda af holdvotum bændum, sem sátu uppi á þökum á bæjum sínum. Mér er það því mikil ánægja að geta fullyrt, að það er sex afrískum mann- a:tum að þakka, að enginn drukknaði í flóðunum við Sanders Mill í júlí s. 1. I kvöld eru hinir hraustu hausaveiðarar, sem ekki urðu ráðþrota, hetjur þjóðar- innar eins og þér sjálfsagt vitið og „Næt- ur í Nairobi" hefur fengið auglýsingu sem á engan sinn líka. Fannst yður ekki Rebecca taka sig vel út á mynd- unuoi, í rifnum stuttbuxum með lnna sex svertingjarisa fyrir lífverði. Vel á minnzt, það er citt til áður en ég hætti. Fyrir nokkrum mínútum, þegar ég var að koma Rebeccu og mannætunum upp í flugvélina, sem ég hafði leigt til þess að fljúga okkur til Chicago, dró einn af hausaveiðurunum mig afsíðis og sagði á hinni ágætustu ensku: „Fyrirgefið, hr. Seibert, en hvernig getum við þekkt hr. Thorne, þegar við komum til Chicago? Við höfum lofað hr. Jenkins í Nairobi að gera hr. Thorne verulega hræddan. Hann var svo stór upp á sig og raupsamur, þegar hann var í Nairobi, að hr. Jenkins áleit að hann hefði gott af, að gert væri svolít- ið gys að honum. Þess vegna höguð- um við okkur svona bjánalega, þegar þér sáuð okkur í fyrsta skipti á skip- inu. Við héldum að þér væruð hr. Thome. Strax og þér sögðust vera hr. Seibert, höguðum við okkur miklu bet- ur.“ Ég varð svo undrandi, Richard, að ég kom ekki upp nokkm orði, svo mann- ætan hélt áfram: „Þér lofið að koma ekki upp um okk- ur, fyrr en við höfum gert hr. Thorne verulega hræddan. Við lofuðum Bill Jenkins því, og hann á það skilið, að við stöndum við orð okkar. Svo er það ann- að, sem ég vildi gjarna minnast á, þar sem við enim hér einir hr. Seibert: gæt- um við ekki sloppið við að éta banana um tíma? Við emm orðnir hundleiðir á banönum.“ Þetta kalla ég menntaðar mannætur, góði Richard, en hann viðurkenndi líka að þeir hefðu gengið á háskóla í Nai- robi, og em félagar bæði í karlakórnum og málfundafélaginu. Og svo em það þessir 50.000 dollarar. Haldið þér ekki að undirritaður hafi unnið til svolítilla vasapeninga, til þess að kaupa fyrir banana? Yðar einlægur Georg. Hvalshausinn í uppbót! Það eina góða við biðraðir er samtalið, sem maður heyrir þar. Kona ein, sem loks náði tali af kjötkaupmanninum, bað um „tvær góðar hvalsteikur, og gætuð þér svo ekki látið mig fá hausinn handa kettinum?" ÁGÚST, 1955 43

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.