Heimilisritið - 01.08.1955, Side 52

Heimilisritið - 01.08.1955, Side 52
spilasalnum, hrópuðuð þér: „Þarna er eiginmaður minn“. Að þessu loknu var auðvelt að fá mig niður að snekkjunni, þar sem elskhugi yðar lék sitt hlut- verk með mátulegum hávaða. Það var auðvelt fyrir yður í lok- uðum klefanum að skjóta eigin- mann yðar útúrdrukkinn og særa síðan sjálfa yður lítillega í handlegginn.“ Hún þaut upp. Hann lagði hendumar blíðlega á axlir henn- ar. Hann þagði augnablik. „Á með- an ég man, Það er annað smá- atriði, sem kviðdómurinn mun sakfella yður á. Þér segið að eig- inmaður yðar hafi elt yður upp í spilavítið. Ég er hræddur um að þeir muni aldrei trúa yður. Vitið þér hvers vegna?“ Hann kinkaði kolli í áttina að opnum flibbanum á dauða manninum. „Það er ákvæði, mjög strangt á- kvæði í reglum allra franskra spilavíta. Enginn fær að fara inn, sem ekki er með hálsbindi.11 Hann yppti öxlum. „Ég geri ekki ráð fyrir að það valdi lög- reglunni miklum erfiðleikum að finna elskhuga yðar.“ Hann horfði á hana, og braut heilann um, hvers vegna fagrar stúlkur gerðu sig sekar um slík- an verknað. „Næst þegar þér leitið yður að fífli, ef það verð- ur þá nokkurt næsta skipti, skul- uð þér ekki velja yður lögreglu- mann.“ * Slyngur sláttumaður Tötralegur maður stöðvaði piparjómfrú á götu. „Getið þér séð af tíu krónum handa mér fyrir mat frú?“ „Hvers vegna eruð þér að betla — svona stór og sterkur maður? Mér fyndist þér ættuð að skammast yðar!“ „Fagra kona,“ sagði hann, tók ofan hattinn og hneigði sig hátíð- lega. „Ég er rómantískur draumóramaður sem ávallt hef orðið fyrir vonbrigðum í lífinu. Ég hef ofið draumavefi úr hismisþráðum, og vindurinn hefur feykt þeim burt. Og nú hef ég kosið mér þetta lífs- viðurværi — einu stöðuna sem ég veit um, sem veitir karlmanni leyfi til að ávarpa fagra dömu án þess að vera kynntur formlega fyrir henni." Já, hann fékk fimmtíu krónur. 50 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.