Heimilisritið - 01.08.1955, Page 54

Heimilisritið - 01.08.1955, Page 54
stúlkuna. En henni var ljóst, að æskan umgekkst töluvert frjáls- legar en þegar hún var ung. Henni skildist nú, að þær höfðu ekki talað mikið um, hvað væri rétt og hvað væri rangt. Hún hafði haldið, að það vissi Mary af sjálfu sér. SVO skrifaði vinkona mín Mary bréf, og í því reyndi hún að útskýra hina efnislegu orsak- ir er liggja að baki hins hefð- bundna kynferðis. Hún útskýrði, hvemig sumir hlutir líkama okkar hafa margslungið tauga- samband við kynfærin, og eru því mjög tilfinninganæmir; í fyrsta lagi varirnar, þar sem aftur aðrir hlutar líkamans eru tilfinninganæmari vegna ná- lægðar sinnar við kynfærin. Hún útskýrði, að með þessu vekti og freistaði náttúran til þess að tryggja viðhald ættarinnar, án minnsta tillits til vilja eða til- hneiginga hvers einstaklings. „Þannig erum við sköpuð, sé- um við heilbrigð, og það er ekk- ert til að skammast sín fyrir. Undir vissum kringumstæðum myndu jafnvel beztu menn og konur láta undan þessum hvöt- um. Þess vegna verðum við að varast freistingarnar. Það er einnig þess vegna, að daður og blíðuatlot geta verið hættuleg, því vegna þeirra leiðast báðir að- ilar svo langt, að þá þyrstir eft- ir að halda enn lengra. Sú mann- eskja, sem ekki óskar eftir að sleppa fram af sér taumnum, verður því að forðast blíðuhót. Og það er einnig annað en þetta, sem taka skal með í reikn- inginn. — Manni ber að varast það, sem setur blett á mannorð hans, ef aðrir kæmust að því, og sem þess utan getur haft al- varlegar afleiðingar. Þegar þú eitt sinn verður í raun og veru alvarlega ástfangin, mun hin lík- amlega ást standa þér fyrir hug- skotssjónum sem eitthvað fagurt og heilagt. Það mun þér finnast, þegar maður sá, sem þú elskar, og einnig elskar þig, ber virð- ingu fyrir þér og finnst þú vera það fegursta, sem nokkru sinni hefur fæðzt í þessum heimi. Þá munuð þið bæði iðrast þeirrar auðfengnu gleði, sem þið félluð fyrir fyrrum. Sú ást er auðfeng- in, sem ekki er annað en fýsn. Ástarkenndin er annað og miklu meira en að fullnægja girnd. Hún skapar einlæga lags- mennsku, sem varir allt lífið, hún skapar heimili, gefur okkur börn, sem við elskum og vernd- um eins lengi og við lifum. Á umliðnum öldum hafa mennim- ir lært, að ást og gagnkvæm virðing verður að bera uppi hið 52 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.