Heimilisritið - 01.08.1955, Side 55
einlæga samlíf, því annars finnst
báðum aðilum þeir hafa óvirt
sjálfan sig.
Flestir menn fyrirlíta þær
stúlkur, sem gefa sig þeim á
vald, án þess að hafa þetta í
huga. Og það er ástæðan til þess
að maður á að kenna í brjósti
um þá stúlku, sem ekki getur
staðizt freistinguna. Það er ann-
að en gaman að vita þá mann-
eskju fyrirlíta sig, sem maður
hefur reynt að gleðja.
Elsku stúlkan mín, það eina
rétta er að þú notir hyggjuvit
þitt og lærir að hafa hemil á til-
finningum þínum og ástríðum,
sem annars gætu komið þér í ó-
göngur. Leyfðu engum að sýna
þér blíðuhót, vertu ekki að
sveima með ungum manni fram
á rauða morgun. Hugsaðu þig
aldrei um að losa þig úr kunn-
ingsskap, ef þér finnst hann
vera að ganga of langt. Þú skalt
bara fara þína leið, þangað, sem
annað fólk er, þangað, sem þú
finnur þig örugga. Þú skalt slíta
kunningsskapnum að fullu og
hvorki gefa skýringu né biðjast
afsökunnar.
Þú skalt aldrei taka þátt í
neinu, sem þín innsta eðlisávís-
un og heilbrigða dómgreind er
á móti, aðeins til þess að gleðja
samkvæmisfélaga. Það ert þú,
sem ákveður, og það án nokk-
urra umræðna. Sá maður, sem
þú eitt sinn bindst af gleði, mun
verða þér þakklátur. Og þú upp-
skerð aðeins hjartasorg, ef þú
verður of nákunnug slíkum
mönnum.“
EF sonur yðar eða dóttir kem-
ur til yðar með spurningu eða
vandamál, þá hlustið róleg og
æsingalaust, jafnvel þó yður
renni kalt vatn milli skinns og
hörunds. Ef sonur yðar eða dótt-
ir biður um ráðleggingu yðar í
siðferðilegu vandamáli, þá sýna
þau yður það dýpsta traust, sem
nokkur faðir eða móðir getur
hlotið. Og ef unglingurinn brýt-
ur ekki upp á efninu, vil ég ráð-
leggja yður að gera það. Talið
af hreinskilni um hlutina, án
geðshræringar og án gagnrýni —
eins og það væri samtal milli
jafnaldra. Nú meira en nokkru
sinni þarfnast barn yðar ástar
yðar og skilnings og hinnar ljósu
og réttlátu hugsunar, sem sonur
eða dóttir væntir af föður sínum
og móður.
Ef til vill getið þér ekki svar-
að öllum spurningunum. En þér
getið sagt frá öllu, sem þér vit-
ið . . . það sem reynsla yðar og
athuganir hafa kennt yður.
Segið þeim staðreyndirnar
skýrt og skilmerkilega, svo þau
geti sjálf tekið hina réttu á-
kvörðun. *
ÁGÚST, 1955
53