Heimilisritið - 01.08.1955, Page 58

Heimilisritið - 01.08.1955, Page 58
um að fá að dansa við, og John var sá herrann, sem hún vildi helzt. ÞAÐ leið klukkutími áður en henni varð ljós ástæðan til hins óvænta sigurs. Það var þegar John var eitt sinn að dansa við Lenu, og Ellinora dansaði rétt fram hjá þeim. Fyrst furðaði hún sig á hvað bros Lenu var undarlega þvingað, það var al- veg eins og hún skældi á sér munninn viljandi, og það var ekki beinlínis til fegurðarauka. En svo sagði John eitthvað skemmtilegt, og fékk Lenu til þess að hlæja, og þá sá Ellinora, hvað það var, sem Lena reyndi svo mjög að leyna. Hún hafði brotið í sér framtönn. Nú gat Ellinora skyndilega leyft sér að vera vorkunnlát. „Aumingja stúlkan,“ hugsaði hún, „sú var óheppin.“ Þegar dansleiknum lauk kl. tólf var glampandi tunglsljós úti, alveg eins og Ellinora hafði vonað, og gönguferðin heim eft- ir auðri götunni, þar sem John leiddi hana, var einhver yndis- legasta stund í lífi hennar. Henni fannst þau vera alltof fljót heim, og þau stóðu við garðshliðið og drógu skilnaðar- stundina eins lengi og þau gátu. „En hvað veðrið er yndislegt,“ sagði Ellinora, „svo kyrrt og svo — svo yndislegt.“ „Já,“ svaraði John. „Þetta hef- ur verið alveg yndislegt kvöld.“ Skyndilega náði göfuglyndi tökum á Ellinoru. „En hvað það var leiðinlegt fyrir Lenu, þetta með framtönn- ina.“ „Framtönnina, hvaða fram- tönn?“ spurði John undrandi yf- ir hinu nýja umtalsefni. „Þú ætlar þó ekki að segja mér, að þú hafir ekki tekið eftir því, að hún var brotin?“ hrópaði Ellinora. „Þú leizt kannske held- ur ekki á kjólinn . . . ?“ HÚN sveipaði kápunni betur að sér, til þess að hann skyldi ekki freistast til að gera saman- burð. „Kjólinn, hvað var með hann?“ „Nýja kjólinn hennar. Tókstu heldur ekki eftir honum?“ Ellinora varð meira og meira agndofa. „Jú, nú þegar þú minnist á það, þá var hún víst í nýjum kjól,“ svaraði John óákveðinn, en svo hélt han áfram ákafur: „En égftók eftir kjólnum þín- um. Þú varst yndisleg 1 honum. Þú varst miklu fallegri en í þess- ari hræðilegu ljósrauðu druslu, sem þú varst í í fyrra.“ * 56 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.