Heimilisritið - 01.08.1955, Síða 60

Heimilisritið - 01.08.1955, Síða 60
milli hennar og hans, það hefur hún sagt mér sjálfsvaraði hann stuttur í spuna, „og ég verð að biðja þig um að hafa það hugfast, að hún er unnusta mín og væntanleg tengdadóttir þín, svo að þú skalt varast að tala illa um hana. Hún verður áður en langt um líður móðir barna- barnanna þinna og erfingjans að Kinlock Hall. Taktu það með í reikninginn! Það hefur sína þýð- ingu fyrir þig, eða hvað?“ „Það hefur talsvert meiri þýð- ingu en þig grunar,“ sagði frú Kinlock yfirlætislega. Hún stóð upp og gekk upp í herbergi stt. 17. kapítuli Það varð brátt ljóst, að Linda hafði haft rétt fyrir sér. Tilraun- ir hennar til að vinna hlýhug væntanlegrar tengdamóður sinn- ar mættu kulda. Frú Kinlock fór ekki í felur með álit sitt á stúlk- unni, og þegar þær voru tvær einar, ásakaði hún hana hreint og beint fyrir að hafa lagt snör- ur sínar' fyrir Bruce af því að hann væri efnaður maður. En þegar aðrir voru nærri, var hún ósköp elskuleg. Linda var þeim stundum fegn- ust, þegar hún var ekki heima í húsinu, og þess vegna þáði hún það með gleði, er Bruce spurði hana einn daginn, hvort hún vildi ekki aka með til Ferris, þángað sem hann ætlaði að fara og líta á falan hest. Hann lagði bílnum utan við gistihúsið í litla kaupstaðnum, og það var ákveðið að Linda skyldi bíða hans í veitingastof- unni. Hún sat þar, drakk te og horfði á umferðina út um glugg- ann og leit öðru hverju á dýr- mæta demantshringinn, sem hún hafði fengið frá Bruce í trúlof- unargjöf. En skyndilega var hún vakin af hugsunum sínum. Það var Maurice Carnforth, sem allt í einu kallaði til hennar: „Sæl og bless, Linda! Má ég nota tækifærið og óska þér til hamingju með trúlofunina!“ „Þakka þér fyrir,“ svaraði hún brosandi og rétti honum hönd- ina. Henni leið betur að vita að hann skyldi hafa látið í minni pokann og myndi áreiðanlega láta hana í friði farmvegis. „Auk þess vildi ég biðja þig fyrirgefningar á framkomu minni við þig, þegar við hittumst í haust,“ hélt hann áfram. „Mér getur ekki hafa verið sjálfrátt.“ „Ég hef löngu þurrkað það út úr huganum,“ fullvissaði hún hann. 58 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.