Heimilisritið - 01.08.1955, Síða 66

Heimilisritið - 01.08.1955, Síða 66
Þau sátu þegjandi um stund, og svo spurði hann: „Þú ert vonandi ánægð með lífið, Linda?“ „Já, það er ég.“ Litla hljómsveitin fór að spila vals, og allt í einu stóð hann upp og hneigði sig fyrir henni. Svo dönsuðu þau hægt út á gólfið í takt við lágværa tónlistina, og hann titraði af ástríðu, er hann hélt ungu, fallegu stúlkunni í faðmi sínum á ný. Hann varð að beita allri stillingu sinni til þess að þrýsta henni ekki ofsalega að sér, og þegar músíkin hætti, sleppti hann henni skyndilega. „Það er hætt að rigna,“ sagði hann stuttlega, „og nú legg ég til að við fáum okkur svolítið frískt loft.“ Þegar þau voru kominn inn í bílinn leit hann framan í hana. „Við skulum skreppa í hálf- tíma ökuför út úr borginni,“ sagði hann. „Það er upplyfting í því fyrir þig.“ „Já,“ sagði hún þreytulega. „En ekki lengur en hálftíma. Agnes vonast eftir mér.“ Um leið og hann ætlaði að fara að renna frá gangstéttar- brúninni, hrópaði hún allt í einu: „Nei, þarna kemur Agnes! Bíddu við, Maurice! Eg verð að tala við hana.“ Hún opnaði dymar og steig út. „Er nokkuð um að vera? „Þú ert búin að vera svo voða- lega lengi, Linda,“ sagði gamla barnfóstran. „Ég varð að koma og sækja þig. Það er símskeyti til þín heima í hótelherbergi. Við verðum 'að flýta okkur.“ Linda rétti Maurice höndina. „Ég verð þá að kveðja og þakka þér fyrir,“ sagði hún. „Leiðinlegt að ekkert gat orðið úr bíltúrnum.11 Hann var orðinn fölur, og augun gljáðu. „Bless,“ sagði hann stuttur í spuna. Svo ók hann burtu án þess að líta aftur. Ráðning á júní-krossgátunni LÁRÉTT: i. skelegg, 7. ólseig, 12. klökk, 13. lukka, 15. AA, 16. skraut- leg, 18. la, 19. trú, 20. gal, 22. ala, 24. lin, 25. narr, 26. vanur, 28. kinn, 29. ar, 30. óa, 31. hvá, 33 aa, 34. Na, 35. reykgrímumar, 36. es, 38. eg, 39. óku, 40. sr. 42. at, 44. yndi, 45. arinn, 48. æður, 49. tau, 50. núa, 52. áir, 54. USA, 55. tt, 56. ráðagóðar, 59. au, 60. totur, 63. daunn, 65. rofana, 66. rýrðist. LÓÐRÉTT: 1. skatna, 2. el, 3. lök, 4. ekra, 5. GK, 6. Grunnvíkingur, 7. ól, 8. lull, 9. ske, 10. ek, 11. grannar, 12. karar, 14. alinn, 16. súrlyndur, 17. gliðn- aður, 20. gró, 21. la, 22. au, 23. aka, 26. vagga, 27. rausn, 31. hró, 32. ámu, 35. reyttur, 37. snatt, 38. ein, 41. rær, 42. ausan, 43. traust, 46. Ra, 47. ná, 51. úðun, 53. iðar, 57. áta, 38. auð 61. of, 62. Ra, 63. dý, 64. Ni. 64 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.