Heimilisritið - 01.01.1956, Page 5

Heimilisritið - 01.01.1956, Page 5
vægi góðra hjúskaparsiða. Að degi loknum er ég meira en lítið þreytt og slöpp. Mikið af þessari þreytu og gremju beindist áður að manni mínum, sem í mesta sakleysi lét fara vel um sig að loknu dagsverki, meðan ég varð að halda áfram að taka til. Jafnvel þau kvöld, er Gils hjálpaði mér með húsverkin, gat ég ekki stillt mig um að hreyta í hann ónotum. Eg veit ekki, hvers vegna ég gerði það. Það var eins og hver annar vani, sem maður temur sér — að vera tillitslaus og ókurteis. Eg þakka manninum mínum fyrir að hafa tekið mig til bæna! Hann kom mér á óvart eitt kvöld, þegar ég var að bera af borðinu. Eg rak mig óvart á hann og hreytti úr mér: „Af hverju þarftu að flækjast fyrir, sérðu ekki, að ég er að bera af borðinu?" Gils sagði: „Við hvem held- urðu, að þú sért að tala?" Röddin var róleg, eins og hann bældi nið- ur reiði. Ég skildi allt í einu, að svar hans var einungis bergmál af þeim fjandsamlega tón, sem ég hafði notað. Þetta kom mér til að hugsa. Ég hugsaði um allt, sem var orðið að venju í sambúð okkar. Því meir sem ég hugsaði, því betur skildi ég, að það er konan, sem gefur tóninn í heimilislífinu. Mað- ur, sem allan daginn vinnur störf sín utan heimilis, leitast stöðugt við að segja og gera það, sem hann álítur viðeigandi. Hann venur sig á kurteisi í umgengni við viðskiptavini sína. Hann myndi flytja þessar kurteisisvenj- ur inn á heimiliið, ef hann mætti þar sömu tillitssemi og hann á að venjast af daglegum viðskipta- vinum. Því miður reynumst við þeim oft verst, sem við unnum mest. Við sýnum þeim ekki sömu hugulsemi og þeim, sem okkur eru einskis virði. Áður fyrr var það óheyrt, að kona ræddi um mál manns síns eða færi um hann niðrandi orð- um. Þess var krafizt, að hún minntist ekki á slík einkamál, og hún var alltaf trú í hugsun og verki. En með jafnrétti konunnar losn- aði um tungu hennar. Nú er það fremur venja en undantekning, að konan tali um mann sinn, hvort heldur upp í opið geðið eða á bak. Stundum gerir konan lítið úr manni sínum, án þess tilgangur hennar sé að særa hann. t Manstu eftir gremjusvipnum á manni þínum, þegar þú hafðir orð á því við hóp af kunningjum þín- um, að Georg hafi áður haft svo ljómandi fallegt hár, en sjáið bara nú — allt farið. Allir hlæja innilega, nema Georg. JANÚAR, 1956

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.