Heimilisritið - 01.01.1956, Page 10
græni vörubíllinn hans ók upp
að dyrunum, og þegar hún kom
loksins auga á hann, steig létt
andvarp frá brjósti hennar. Hún
fylgdi Ben með augunum úr
glugganum á veitingastofunni,
og horfði á hann stíga léttilega
út úr bílnum, líta stuttlega á
hjólbarðana og ganga síðan að
dyrunum. Hún þekkti hvert
svipbragð hans og hverja hreyf-
ingu — vissi hvernig hann
myndi ganga inn, hengja húf-
una sína á snagann, skyggnast
um eftir henni, brosa, ganga að
borðinu sínu og segja: „Halló,
Sista!“ með djúpu og fallegu
röddinni sinni. Hún gekk að
skenkiborðinu til þess að ná í
kaffi fyrir hann.
Hann kom inn, hengdi húfuna
á snagann og leit í kringum sig.
En hann horfði beint framhjá
henni. Hann þekkti hana alls
ekki! Svo leit hann aftur í kring
um sig, og nú kom hann þó auga
á hana. En hann brosti ekki.
Andlit hans stirðnaði upp, og
það var eins og hann væri í vafa
um hvort hann ætti að setjast
við borðið sitt.
Hún setti kaffibollann á borð-
ið og lagði matseðilinn fyrir
framan hann. Svo sagði hún:
„Þú kemur seint 1 dag.“
Ben brosti. Það var þvingað
bros. Svo sagði hann: „Hvað hef-
ur þú eiginlega gert við hárið
þitt, fegurðardrottning?“ Það
vottaði ekki fyrir hrifningu í
röddinni.
„Ég fékk — ég lét liða það.“
Ben horfði beint 1 augu henn-
ar og sagði: „Ég er ekki einn
af þeim, sem læt snúa á mig,
þó að bíllinn sé nýlakkaður. Ég
lít meira á það, sem traustara
er.“
Sista varð að flýta sér fram,
áður en tárin brytust fram í
augum hennar. Hún sneri sér
snöggt við á háu hælunum og
var næstum dottin um sína eig-
in fætur, þegar dyrnar skullu á
eftir henni. Hún þvoði andlit
sitt og leit á sig í speglinum.
Svo tók hún pappírshandklæði
og nuddaði af sér varalitinn og
augnabrúnalitinn. Hún rótaði
taugaóstyrk í vezkinu sínu þar
til hún fann teygju, sem hún gat
sett um hárið.
Svo greiddi hún það þétt aft-
ur og dró það saman í langa
skottið, sem hún hafði alltaf
gengið með. Þegar hún leit aft-
ur í spegilinn, kom bros yfir
varir hennar. Éegurðardottn-
ing? Ó nei, hún var ekki annað
en ósköp venjuleg stúlka, með
fremur skemmtilegt andlit og
freknur á nefinu og rautt hár,
sem Ben kallaði koparlakk.
Ætti hún að reyna að vera ein-
8
HEIMILISRITIÐ