Heimilisritið - 01.01.1956, Side 15
minnzt einu orði á ýmsa undar-
lega hluti í fari hennar — eins
og til dæmis það, að helmingur-
inn af kunningjafólki henar átti
aðgang að eldhúsinu hjá henni.
,.Heimili mitt skal ávallt
standa opið öllum vinum mín-
um.“ sagði hún oft.
Ég hafði ekkert út á það að
setja, svo framarlega sem ég
væri talin til kunningjanna líka.
En það er sennilega hægt að
fyrirgefa eiginmanni það, að
hann skuli verða langþreyttur á
því. að finna ókunnugt fólk af
báðum kynjum við borðið hjá
konu hans, já, og jafnvel uppi
í rúmi hennar.
,.Þú þarft ekki að láta svona,
ég- veit ekki betur en að ég sofi
hjá þér,“ sagði hún önugt eitt
sinn, er ég hótaði að kasta út
einhverjum rauðskeggjuðum
náunga, sem kallaði sig listmál-
ara. sem hafði hreiðrað um sig
í rúminu hennar. ,,Og hann fær
ekki neitt herbergi . . .“
Svona nokkuð hafði ég orðið
að hlusta á og þola í hálft ár,
þegar Mímí kom þjótandi inn
til mín, eitt gleðibros og hróp-
aði upp yfir sig, að nú hefði hún
fundið húsið. Húsið?
„Það er grænt, ástin mín. Það
er rétt hjá mýrinni og það eru
næstum því tvær íbúðir í því!
Það einasta, sem er sameigin-
legt, er eldhúsið. Komdu, við
fáum okkur bíl og keyrum þang-
að úteftir. Þú verður að sjá
það!“
Það er mikill tímasparnaður
að hlýða Mímí strax, og auk
þess var ég orðinn forvitinn, svo
að við fengum okkur leigubíl
og ókum út í Utterslev-mýri.
Húsið var beinlínis dásamlegt.
f því voru sex herbergi, og það
var auðvelt að láta mig hafa
þrjú þeirra, og þá höfðum við
bæði sérinngang, eins og hana
hafði alltaf dreymt um.
„Við lokum bara þessum dyr-
um,“ sagði hún til útskýringar.
„Þegar þú þarft að nota eldhús-
ið getur þú gengið um forstof-
una. Og þegar ég kem seint
heim frá blaðinu, geng ég inn
um garðstofudyrnar, beint inn
til mín. Þá þarf ég ekki að
vekja þig. Finnst þér þetta ekki
dásamlegt?“
„Ég hefi ekkert á móti því að
vera vakinn,“ sagði ég. „Til
dæmis með heitum pylsum og
einum pilsner. En ef til vill á ég
líka að vera í fæði hjá sjálfum
mér?“
Gráu augun í Mímí urðu
græn.
„Þú skilur ekki hvað þér er
fyrir beztu. Hvað heldurðu að
margir karlmenn myndu ekki
öfunda þig! Þú færð alla kosti
JANÚAR, 1956
13