Heimilisritið - 01.01.1956, Síða 17
svefnherbergi og háttaði sig,
þögul eins og gröfin, til þess að
vekja mig ekki. Svo lagðist hún
við hlið mér í rúminu og vakti
mig engu að síður, og enda þótt
það geti verið mjög gott að vera
vakinn á þennan hátt, kom það
stundum fyrir, að ég varð súr í
skapi.
„Annað fólk háttar á sama
tíma sagði ég eitt kvöldið. „Er
það nauðsynlegt að þessi Pont-
us komi hér á hverju kvöldi og
haldi þér á ,,kjaftatörn“?“
„Hann þarfnast mín,“ sagði
hún hrærð. „Ástin mín, þú ert
þó ekki afbrýðisamur út í Pont-
us?“
Ég svaraði ekki, en sneri mér
bara til veggjar í mótmæla-
skyni. Afbrýðisamur? Auðvitað
ekki! Ég skal játa það, að ég er
ekki neinn Tarzan, heldur mjög
hversdagslegur maður, en Pont-
us er ekki einu sinni það. Það
kann að vera, að hann líti vel út,
og ég geri ráð fyrir því, að
Stöku konum þyki hann aðlað-
andi. En hættulegur fyrir Mímí?
Nei!
Það liðu fimm mínútur. „Af-
brýðisamur?" endurtók ég.
„Hann, sem er eins og sardína
með brilljantín!“
„Ég ætla að biðja þig að minn-
ast þess, að þú ert að tala um
einn vina minna,“ sagði hún
JANÚAR, 1959
„Sjálfsagt! Ef þú vilt muna
það sjálf, að þú ert að tala við
eiginmann þinn. Og sem maður
þinn tek ég mér það leyfi, að
segja þér, að þú ert ekki með
öllum mjalla.“
„Það eru nú, sem betur fer,
skiptar skoðanir um það. Ég get
trúað þér fyrir því, að hjá sumu
fólki er ég talin hafa mjög góða
dómgreind."
„Það er ekki hægt að segja,
að afstaða þín til hjónabandsins
beri vott um það,“ sagði ég.
„Góða nótt!“
Þetta var inngangurinn að
nýjum þætti í hinu svokallaða
samlífi okkar. Mími hafði oft
haldið því fram, að einn af kost-
unum við hennar kerfi væri sá,
að ef annarhvor aðilinn var með
einhverja sérvizku eða í fýlu,
þá gat hann dregið sig til baka,
í stað þess að láta hinn þurfa
að þola skapillskuna. í vikunni
eftir lærðist mér að skilja, við
hvað hún átti. Við komum og
fórum alveg án þess að skipta
okkur hvort af öðru, og ef við
hittumst af einskærri óheppni í
eldhúsinu, sem við höfðum sam-
eiginlega, báðum við hvort ann-
að afsökunar með mikilli yfir-
borðskurteisi. Fyrirgefðu, en
ætlaðir þú að nota pönnuna?
Hefurðu nokkuð á móti því, að
ég fái hana lánaða, þegar þú
. 15