Heimilisritið - 01.01.1956, Qupperneq 18
ert búin? Áttu von á gestum í
kvöld . . . ég hafði annars ætlað
mér að leggja á borð hérna
frammi í eldhúsinu . . .
LITLU VEIZLURNAR í eld-
húsinu urðu tíðari og villtari.
Það var augsýnilega ætlunin að
gera mér það lióst, að Mímí tók
engum vettlingatökum á svona
hlutum. Mér fannst fyrir mitt
leyti, að það væri fyrir neðan
mína virðingu, að gjalda henni
í sömu mynt, jafn barnaleg og
hún var. í sannleika sagt var
ég hinn reiðasti og mjög á-
hyggjufullur. Ég var ekki í vafa
um, að þessi fyrsta snurða, sem
hlaupið hafði á þráðinn hjá okk-
ur, myndi greiðast smám sam-
an, en mér var farinn að finn-
ast biðtíminn óþarflega langur.
Það var einn af bridge-félög-
um mínum, sem fann lausnina.
„Væri ekki ráð að bjóða syst-
ir minni með í næsta skipti þeg-
ar við spilum,“ sagði hann. „Hún
gæti mallað eitthvað fyrir okk-
ur og lagað kaffi.“
„Ég verð nú að segja, að ég
hefi getað séð fyrir ykkur sjálf-
ur hingað til,“ sagði ég móðgað-
ur.
„Þó það væri, en það er nú
ekkert, sem jafnast á við kven-
mann í eldhúsinu. Og Elsa er
fjári mydarleg stúlka, skal ég
segja þér, jafnvel þó að ég sé
bróðir hennar.“
Allt í einu rann upp ljós fyrir
mér. Ó, jú, því ekki það? Hvers
vegna að láta nokkuð óreynt?
Næsta laugardag kom Elsa,
sem ég þekkti ekki vitund,
klukkutíma áður en spilafélag-
arnir áttu að mæta. Hún var
með fangið fullt af pökkum, og
það leyndi sér ekki, að hún var
mjög falleg stúlka.
Hún var bláeyg og þrýstin á
réttu stöðunum. Ég gerði mér
grein fyrir því, að hún skildi á-
standið fullkomlega, þegar hún
bað mig um hníf og gekk út í
garðinn og skar þar nokkrar
rósir af runnunum, til þess að
skeyta borðið með. Hún var
lengi að dunda fyrir utan og
hélt sig aðallega fyrir utan
gluggana hjá Mímí.
Þetta stóð heima. Það liðu
ekki margar mínútur þar til
Mímí kom fram í eldhús og fór
að róta í skápum og skúffum í
algjöru reiðileysi.
„Hvaða turtildúfa er þetta,
sem er að þvælast úti í garði?“
spurði hún hvatskeytlega.
„Hver?“ spurði ég. „Nú, áttu
við Elsu?“
„Hvaða Elsa er það?“ spurði
hún hvasst.
„Ein af vinkonum mínum,“
sagði ég kæruleysislega. „Ann-
16
HEIMILISRITIÐ