Heimilisritið - 01.01.1956, Side 23

Heimilisritið - 01.01.1956, Side 23
„Gott, herra minn. Venjulega tölu?“ „Já.“ „Og — hm — hvaða dama?“ „Ungfrú Diana Metcalfe. í Suburban Cottage spítalanum.“ „Ég skil, herra minn. Og ætti ég svo að senda orðsendingu nr. 1 eða 2 eða 3?“ „Enga þeirra. Segið aðeins: „Með beztu óskum um skjótan bata.“ Þessi undarlega tilhneiging til að hringja til blómasala greip ekki einungis kaupsýslumenn þennan morgun. Fjórir eða fimm ungir menn komu inn í blómabúðir og litu á vörurnar. Upphæðin, sem þeir eyddu, var mjög mismunandi. Tylft af gríðai’stórum dalíum var stærsta sendingin og lítill fjóluvöndur sú minnsta, en hvort þær voru stórar eða smáar, voru þær all- ar sendar sama viðtakanda — — ungfrú Diana Metcalfe í Sub- urban Cottage spítalanum. Ungfrú Metcalfe var mjög svo venjuleg ung stúlka. For- eldrar hennar höfðu látizt, þeg- ar hún var tólf ára, og hún hafði alizt upp hjá frænda sínum í Suður-Afríku. Höfðaborg er auðvitað ágætur staður, en hvorki frændinn né kona hans höfðu miklar mætur á börnum. Þau voru ekki vond en þau voru heldur ekki ástúð- leg, og Díana ákvað fljótt, að hún yrði að vinna sér inn næga peninga til að komast sem fyrst til heimalands síns. Það hafði hún gert, er hún var tuttugu og þriggja ára, og síðan kom hún til London einn vot- veðursdag með tuttugu og fimm pund í vasanum. Hún átti eng- an vin til að snúa sér til, en þrátt fyrir það, fannst henni London ljómadi staður, og hún fékk ódýrt húsnæði og fór að svipast um eftir vinnu. Hið eina, sem hún furðaði sig á, var það, að hún var svo þreytt, en hún kenndi loftslags- breytingunni um, og hélt áfram að svipast um eftir vinnu, unz hún féll í yfirlið á götunni og var flutt í Cottage spítalann. Sjúkdómurinn var sérstak- lega bráð gula, og hún var í hættu og einangruð í hálfan mánuð. Jafnvel eftir að hún var talin úr hættu, fannst henni sem hún væri aðeins skuggi af sjálfri sér, og þó keyrði um þverbak, þegar hjúkrunarkonan lánaði henni spegil til að skoða sig. Það sem hún sá, var lítið, ból- ótt gult andlit með stórum, blá- um, starandi augum. Hún þakk- aði konunni fyrir spegilinn og sneri sér til veggjar. JANÚAR, 1956 21

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.