Heimilisritið - 01.01.1956, Blaðsíða 27

Heimilisritið - 01.01.1956, Blaðsíða 27
Dr. Pfliiger hristi höfuðið. „Andartak, fulltrúi!" kallaði hann. Haller nam staðar. „Þér gleymið því bersýnilega, að þessi Schmied myndi tryggja eignarrétt sinn, ef þér skylduð finna einhvern, sem veit eitt- hvað um þennan hring.“ Haller rak upp stór augu. „Þér hafið rétt fyrir yður í þessu, doktor. En sem sagt, þá megum við ekki láta árar í bát. Annars, frá lagalegu sjónarmiði, eru sektarlíkur Schmieds svo miklar, að hann getur varla bjargað sér frá snörunni með öllum sínum ókunnu mönnum, þó að hann játi ekkert. En við megum ekki aðeins ganga út frá þessu réttarfarslega sjónarmiði, við verðum að hafa sönnunar- gögn gegn Schmied í höndunum. Milli lagabókstafarins og sönn- unarinnar liggur langt bil. Ég vil vera viss í minni sök. Smá- atriði getur þannig orðið mér til stuðnings. Hvar eru hinir ýmsu hlutir, sem Brugger verksmiðju- eigandi bar á sér? Hvar er vasa- bókin? Hvar er gullúrið? Og ferðaáætlunin? Allt þetta er horfið, aðeins hringurinn er þama! Og hann barst okkur af tilviljun upp í hendurnar, vegna þess hvernig Schmied lét fullur, fyrir utan hús unnustu sinnar, er hún vildi ekki hleypa honum inn. En Schmied ætlaði sér ekki að sleppa nokkrum hlut. Því verðum við að búa þannig um hnútana, að við fáum rakið mál- ið nánar. Hvort þess er langt að bíða mun framtíðin leiða í ljós.“ „Við eigum ekki annars úr- kostar en að sleppa Schmied, ef ekkert nýtt gerist í málinu alveg á næstunni, fulltrúi. Þá verðum við að taka upp aðra gæzluað- ferð.“ „Satt er það. En hvernig er það með prófessor Blumer?“ „Prófessor Blumer hefur ekki hugsað sér að hjálpa okkpr með dáleiðsluaðferðum sínum. Síð- ustu sýninga'r hans hafa sýnt sig að eiga aðeins við heimska menn.“ „Það verður að hafa það, ég hef þá rannsóknina að nýju.“ Haller fulltrúi kvaddi. Brátt var hann lagður af stað til gamla borgarhlutans. Hann gekk inn á kaffihús og bað um te-bolla. Lengi vel snerti hann ekki við bollanum, því að allar hugsanir hans beindust, á þessari stund, að Brúgger-málinu. í huga sér mótaði hann stutta myndræmu af því, sem skeð hafði: Hinn sex- tugi verksmiðjueigandi, Edmund Brúgger, hafði dag nokkurn ekki komið aftur til fjallahótelsins, þar sem hann dvaldi í fríi sínu. JANÚAR, 1956 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.