Heimilisritið - 01.01.1956, Síða 31
Rannsóknardómarinn þagnaði
stundarkorn.
„Nú vildi ég aðeins fá að vita,
hvort félaga yðar var kunnugt
um, að Brúgger verksmiðjueig-
andi dvaldist á þessu fjallahó-
teli?“
„Hann vissi það jafn lítið og
ég. Það var tilviljun, að við kom-
um í þetta hérað. Verksmiðju-
stjórinn mæt'ti okkur, og Huber
lét í ljós við mig lörtgun sína til
þess að gera út af við gamla
manninn. Ég réð honum frá því.
Hann kallaði mig raggeit, og þá
fylgdi ég honum eftir. Við sát-
um fyrir ókunna manninum,
sem Huber sagði að myndi á-
reiðanlega koma til baka. Það,
sem eftir kom, vitið þér.“
,,Að mestu leyti. Hvað mörg-
um skotum hleypti Huber af?“
„Fjórum skotum. Verksmiðju-
eigandinn féll þegar 1 stað til
jarðar og hreyfði sig ekki meir.“
Það kom kökkur í hálsinn á
Schmied. „Nú er nóg komið.
Leyfið mér að fara.“
Dr. Pfluger þrýsti á hnapp, og
Schmied laut höfði djúpt þenkj-
andi. *
Taugaveiklun
Stúlka nokkur, scm var afar slæm á taugum, lét telja sig á að
fara til sálfræðings. Eftir fyrstu komu liennar lét hann hana fá
langan lista um það, hvernig hún skyldi haga sér, og sagði henni
að koma aftur eftir viku eða svo. Fjórtán dögum seinna hringdi hann
til hennar og spurði, hvers vegna hún kæmi ekki, eins og ákveðið
hafði verið.
„Kæri læknir,“ sagði hún, „þér gáfuð mér stranga skipun að
forðast allt fólk sem fer í taugamar á mér og ég þekki engan, sem
fer meira í taugarnar á mér en þér.“
----o-----
Á veitingahúsi rakst sálfræðingur á einn af kvensjúklingum sín-
um, scm var þar með manni sínum. „Gott kvöld, læknir," sagði
hún, „Má ég ekki kynna þig fyrir manninum mínum — hann er
cinn af þeim mönnum, sem ég hef sagt þér frá.“
JANÚAR, 1956
29