Heimilisritið - 01.01.1956, Side 40
sctgði hann dauflega. .,,Þú skalt
ekki hugsa um mig.”
PÁLL hafði mikið fyrir því að
snyrta sig og snurfusa næsta
kvöld. Það var laugardagskvöld.
Hann fór í bað í þvottahúsinu og
á eftir rakaði hann sig við borðið
inni í herberginu þeirra. Nú stóð
hann nakinn að ofan fyrir framan
spegilinn og var í óða önn að
greiða sér.
Allt í einu hætti hann að raula
og sneri sér að Hinrik.
,,Þú veizt, að Jenny fer með
mér á dansleikinn í knattspyrnu-
félaginu." Rödd hans var háðs-
leg. „Ég ætla að vona, að þú
skiljir hvað það þýðir. Við urð-
um sammála um að láta hana
sjálfa velja, ekki satt? Nú er hún
búin að velja, og nú skiptir þú
þér ekki af henni oftar.''
Hann hló hranalega. „Annars
máttu vera ánægður með að sitja
ekki inni.'' Hann kinkaði kolli í
áttina að byssunni. „Þú ert ekki
alveg búinn að gleyma ...?''
Hinrik var of reiður til að geta
svarað. Hann pakkaði saman
óhreina fatnaðinum sínum, sem
hann ætlaði með heim. Svo lædd-
ist hann út eins og barinn hund-
ur, tók hjólið sitt og hjólaði í
burtu.
Það var komið undir miðnætti
þegar hann kom til baka. Sum-
38
arnóttin var töfrandi og inni í
kjarrinu moraði allt í fuglum.
Hann stóð sem snöggvast á veg-
inum, en hugur hans var lokaður
fyrir dásemdum næturinnar. SvO'
fór hann með hjólið inn.
Við kerruhússdyrnar stóð ein-
hver dökk vera. Hann gat ekki
dulið undrun sína.
„Ert það þú, Jenny! Stendur þú
hérna?" Rödd hans var hás.
Hún greip í handlegg hans.
„Já, Hinrik, ég frétti af því. ...
Páll drakk sig fullan og gortaði
. .. hann sagði að þú hefðir ætl-
að að skjóta sig. ... Ó, ef þú
hefðir vitað hvað hann var við-
bjóðslegur . .."
Hinrik draup höfði. „Já, en það
er satt, Jenny. Hann er ekki að
ljúga."
„Nei, ég veit það. En hvers
vegna .. .? Hvers vegna vildir
þú gera það? Var það . . . mín
vegna?"
Hann kinkaði kolli þögull.
„Ó, Hinrik, Hinrik!" Hún greip
í strítt hár hans og hristi höfuð
hans. „Hvers vegna hefurðu ekki
sagt neitt, kjáninn þinn?"
„Hvað átti ég að segja . .. ?"
„Að þú elskir mig! Ég er búin
að bíða lengi eftir því!"
Hann þreif í hana og dró hana
að sér og þrýsti hana fast.
„Jenný, Jenný! Hlustaðu þá á
mig: ÉG ELSKA ÞIG!" *
HEIMILISRITIÐ