Heimilisritið - 01.01.1956, Page 52

Heimilisritið - 01.01.1956, Page 52
Pípuhattur prófessorsins DR. JÓHANNES HAGAN, prófessor, var með umræddustu mönnum í þessum bæ á sínum tíma. Hann var líka allra manna lærðastur, myndarlegur á að líta, samkvæmisljón hið mesta og hafði skrifað fjölda bóka um fræðigrein sína, sem var guð- fræði, auk fjölda annarra greina um menn og málefni, svo sem stafsetningu, hálsbindi karl- manna, kaffidúka, kvenlegan þjóðbúning vandamál ungdóms- ins, æskulýðshöll o. s. frv. Það væri synd að segja, að hann hefði tjóðrað anda sinn við ein- hæfa, trénaða háskólagrein; nei, hann var maður hinna mörgu málefa. Að hann var ókvæntur og þó kominn fast að fertugu, olli hinni mestu oánægju ógiftra kvenna bæjarnis og mæðra óút- genginna heimasætra, en lítið stoðaði það, hann var alltaf sami harðsvíraði piparsveinn- Prójessorar eru allra manna gleymnastir á smáatriði hversdagslífsins, en hér er þó saga um gleymsþu, sem ekki kom að söJ^. inn. Ekki svo að skilja, að hann væri kvenhatari á nokkurn hátt. Hann var alltaf prúðmenni hið mesta. þegar konur áttu í hlut og aufúsugestur í allra þeirra samkvæmum, en engin gat hrós- að sér af því, að prófessorinn hefði sýnt henni karlmannlegri framkomu en svo, að sjást mætti í kirkju á hvítasunnu- morgni. Hann var sér vissulega á allan hátt meðvitandi um skyldur embættis síns og þá framkomu, er það krafðist, án þess þó að afneita í hið minnsta þeim unaðssemdum, er velsæm- ið heimilar jafnvel lærðustu mönnum andans. Það mátti ganga svo langt að segja, að hann væri eins og nýtízku dýr- lingi bæri að vera. Óánægjan vegna einlífis hans reis svo hátt, að einu sinni, er hann bauð sig fram til bæjar- stjórnarkosninga laust pólitísk ur andstæðingur hans, frú ein 50 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.