Heimilisritið - 01.01.1956, Page 53

Heimilisritið - 01.01.1956, Page 53
afar falleg og þeim mun skæðari áróðurshetja, sem fórnarlömb hennar voru veikari fyrir kven- legum yndisþokka og snörum, upp þeim kvitt, að hann væri að minnsta kosti „impótent“ ef ekki eitthvað verra. En ráðs- kona hans mótmælti þeim sög- um af slíkri áfergju í kaffigildi kvenfélags síns, að hafi hún leg- ið undir grun vinkvenna sinna um betra vinfengi við vinnuveit- anda sinn, en nauðsynlegt var starfsins vegna, þá hlaut sá grunur þeirra að hverfa nú, og þær sannfærast um óheppni hennar í starfinu. Auðvitað var dr. Jóhannes Hagan utan við sig á stundum, svo að af bar, en slíkt tilheyrir nú einu sinni. Á sólgullnum júlímorgni renndi lystiskeið frá suðurlönd- um inn á ytri höfn bæjarins. Það varð auðvitað uppi fótur og fit í bænum, því skipið flutti með sér margt frægra manna og lærðra utan úr heimi, og borgarstjórinn hélt gestunum miðdegisveizlu. Til veizlunnar var að sjálfsögðu boðið öllum fyrirmönnum bæjarins sem til náðist: bæjarstjórninni, verk- fræðingum hennar, ritstjórum blaðanna, skáldum, prestum og prófessorum háskólans, einum eða tveim þingmönnum, sem til náðist ásamt frúm og heilmiklu af dætrum. Og auðvitað var pró- fessor Jóhannes Hagan, doktor í guðfræði, sjálfsagður. Þetta var indæl veizla með ágætum steiktum rjúpum og vermdu rauðvíni, laxi og rínar- víni, kampavíni og skálaræðum enda urðu gestir hinir glöðustu er um lauk. Það var meir en orðið áliðið dags þegar lystibátur snekkj- unnar sótti hina suðrænu gesti og skeiðin hélt til hafs. En síð- degissólin var ennþá heit og dr. Jóhannesi fannst sem höfði sínu væri gott gert með löngum göngutúr inn með firði. Hann var skartmenni hið mesta, og hafði komið til veizlunnar í samkvæmisfötum með hvíta hanzka og stóreflis pípuhatt, og með því prófessorar eru utan við sig ekki sízt eftir veizlur, gleymdi hann að fara heim og hafa fataskipti, en fór að spáss- éra eins og hann stóð. Hann gekk alla leið inn í fjarðarbotn og niður að árósnum. Það var síðdegisflóð og glaðar smábárur léku við fjörusandinn, ilvolgan eftir kossa hinnar hnígandi sól- ar. Það var freistandi að fá sér sjóbað eftir hitasvækju veizlu- salarins og göngutúrinn, og þeg- ar dr. Jóhannes hafði fullvissað JANÚAR, 1956 51

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.