Heimilisritið - 01.01.1956, Page 58
háum spegli og virti fyrir sér
mun sinn, sem allur var ataður
varalit.
„Þakka yður fyrir, ungfrú
Towne. Mjög ánægjuleg aðferð til
að fá niðurstöðu í málinu, og hún
er þessi." Hann gekk yfir að kaffi-
borðinu og tók upp kokkteilglasið.
„Einhver drakk þennan Martini-
kokkteil nýlega — dreggjar í
glasinu, óbráðnaður ís í hristar-
anum. Ungfrúin skilar af sér vara-
lit sínum eins hæglega og dem-
öntum sínum, eins og þið sjáið á
vörum mínum."
Hann lyfti glasinu upp að ljós-
inu. „Það er ekki vottur af varalit
á þessu glasi. Hún hafði ekki tíma
til að þurrka af því. Það tekur of
langan tíma að ná varalit af
glasi." Hann þagnaði. „En ef ung-
frú Lindquist, sem hefur virðing-
arverðan viðbjóð á varalit, hefði
drukkið hann........."
Hann hrifsaði fimlega vindling-
inn úr hendi hennar og hélt hon-
um á lofti. Það var ekkert á hon-
um.
„Sjáið þið Enginn varalitur."
„En ég kom aldrei hingað inn,"
sagði hún og þaut upp. „Ég sagði
yður það. Ég er alltaf að segja
yður það."
„Ég veit það, ungfrú Lindquist,
en kannske er það ekki satt. Ef til
vill börðuð þér, og Cook hleypti
yður inn. Ef til vill báðuð þér hann
um að blanda handa yður einn
Martini, til þess að þér fengjuð
tíma til að ná í byssuna. Ef til
vill skutuð þér hann, þegar hann
setti niður hristarann. Ef til vill
skelltuð þér svo drykknum í yður
til þess að styrkja yður — og
hlupuð svo eftir lyftudrengnum."
„En þetta er bjánalegt. Það hef-
ur verið Cook sjálfur, sem hefur
drukkið hann."
Trant brosti. „Ef Cook hefði
drukkið hann sjálfur, væri ekki
hægt að ásaka yður, það viður-
kenni ég."
„En hann gerði það, hann gerði
það."
„Nei, hann gerði það ekki, hann
gerði það ekki." Trant leit á hana
sorgmæddur. „Cook var annt um
heilsu sína. Honum hefði aldrei
dottið í hug að drekka áfengi, rétt
á eftir penisillin-sprautu. Og ef
hann drakk ekki úr glasinu og
heldur ekki ungfrú Towne, hver
annar........?"
Trant fannst aldrei neitt sérlega
gaman að því að koma upp um
morð framið af fallegri stúlku.
„Ég kenni næstum í brjósti um
yður, Ingeborg," sagði hann
bljóðlátlega. „Þessi langa ferð frá
Skandinavíu — og svo miljóna-
erfingi frá Texas. Amerískir doll-
arar giftast amerískum dollurum.
Þetta er svo tillitslaust." *
56
HEIMILISRITIÐ