Heimilisritið - 01.01.1956, Page 59

Heimilisritið - 01.01.1956, Page 59
STUART ENGSTRAND Handan við skóginn NÝ SPENNANDI FRAMHALDSSAGA NÓTTIN var hcit í skóginum, þok- an var ekki komin enn. Rósa lá á ábrciðunni sinni, með höf- uðið á bakpokanum. Við glætuna af eldinum, sem var að kulna, sá hún karl- mennina þrjá. Maðurinn hennar Iá hin- um megin við eldinn, með. fæturna kreppta undir ábreiðunni. Þótt andar- dráttur hans væri djúpur og reglulegur og augun virtust lokuð, vissi hún samt, að hann var ekki sofandi, að hann lá og gaf henni gætur. Hann var hrædd- ur við að sofna — hræddur um að Vikt- or rnundi færa sig nær henni, eða að hún mundi flytja sig yfir á ábreiðuna til Viktors. Hún hvessti augun á mann- inn srnn. Það var allt honum að kenna, sem gerzt hafði — og allt, sem hún þráði, en aldrci hafði gerzt, var honum að kenna. En nú fann hún ekki til haturs, aðeins viðbjóðs og fyrirlitning- ar. Lew lækrnr sneri sér af hliðinni yfir á bakið og stundi eins og maður, sem er að rumska. Hann er hræddur, hugs- aði Rósa, þó að ég geri ckki annað en horfa á hann. Hún hætti að stara á stóran og feit- laginn líkama hans. Hann var ólögu- legur, hvapfcitur, með ístru. Eldurinn varpaði rauðum bjarma á þykkan vanga hans. JANÚAR, 1956 Hún lokaði augunum til þess að sjá hann ekki, og þegar hún opnaði þau aftur, skotraði hún þeim til mannsins, sem kallaður var Elgur. Henni geðjað- ist ekki að Elgi, vini mannsins síns. Hann lá steinsofandi milli tveggja stórra fururóta, og leit sjálfur út eins og kræklótt rót, þar sem hann lá undir trénu, hálfgrafinn í barrinu. Hún hafði rnegna andúð á Elgi, þvi að hún vissi, að honum geðjaðist ekki að henni. Það var henni nóg. Hann áleit hana ckki nógu góða handa Lew Moline. Eldurinn blossaði snögglega upp, þegar kviknaði í limríkri grein, og lýsti upp trén kringum þau. Hún hrökk við og leit yfir til Viktors. Hann sat uppi og var að horfa á hana. Viktor var af hollenzkum ættum. Hár hans var ljóst og liðað, og húðin hrein og skær eins og á ungbarni. Sólin gat ekki brennt hana né vetrarfrostin gcrt hana hrjúfa. Hann var nokkrum árum yngri cn Rósa. Hún le:t aftur á manninn sinn og sá, að hann hafði hallað höfðinu út á aðra hliðma til þess að geta gefið hcnni gætur. Augu hans voru opin, en hann lokaði þeim snögglega, og andardrátt- ur hans varð aftur djúpur og regluleg- ur. Láturn hann þjást, sagði Rósa við sjálfa s:g. Látum hann kveljast. 57

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.