Heimilisritið - 01.01.1956, Page 60
Það var hans sök, að hún lá hér úti
t skógi, að þau urðu sjálf að afla skinn-
anna í loðfeldinn hennar. Hún starði á
hann gégnum rökkrið, cins og hún ætl-
aði að neyða hann til að opna augun.
En hvarmar hans bærðust ekki, og hann
hélt áfram að anda hægt og rólega.
Hatrið reis í brjósti hennar, greip um
kverkar hennar. Hann var óvinur hcnn-
ar. Hvapfeitur skrokkur hans stóð í
vegi hcnnar, svo að hún komst ckki
heiman úr skógarhöggsbænum og út í
heiminn. Ef hún hefði ekki gifzt hon-
um, hefði líf hennar orðið einhvers
virði.
Látum hann kveljast, látum hann
kveljast, tautaði hún við sjálfa sig.
Nú leit hún aftur á Viktor og reis
upp á annan olnbogann og benti hon-
um að koma. Viktor leit á lækninn,
eins og hann væri hræddur. Hann
hreyfði sig ekki fyrr en hún benti hon-
um í annað sinn. Þá kom hann skríð-
andi á fjómm fótum og reyndi að fara
hljóðlega. Nú geðjaðist henni ekki að
honum. Hann var hræddur við mann-
inn hennar. Hann bar virðingu fyrir
Lew, eins og allir bæjarbúar bám virð-
ingu fyrir eina lækninum sínum.
Viktor settist hjá henni og krosslagði
fæturna. Rósa lyfti höfðinu upp af bak-
pokanum og lagði það á læri Viktors.
Hún gaf manninum sínum gætur.
Augu hans vom hálfopin. Já, þú mátt
kveljast, sagði hún við hann í hugan-
um, þú mátt kveljast. . . .
Hana hafði langað til að kaupa sér
silfurrefafeld í Chicago. Hún hafði
viljað ganga búð úr búð, þangað til
hún fyndi þann, sem henni líkaði. Hún
hafði viljað búa á glæsilcgu hóteli. . . .
En læknir bæjarins, virðulegasti borgari
hans, hafði ekki efni á því. Þegar hún
bað hann, hafði hann svarað: „Ég get
það ckki, Rósa. Ekki í ár. En Elgur
veit um rnörg bifurbú. Hann heldur
því leyndu, en hann mundi veiða nógu
marga í kápu handa þér. Og Indíán-
arnir skulda mér peninga. Þeir mundu
súta skinnin fyrir mig. Og Blome klæð-
skeri hefur ekkert borgað mér árum
saman. Hann saumar kápuna fyrir þig,
hvaða snið sem þú vilt. Hann er góður
klæðskeri, og verður feginn að borga
mér á þann hátt.“
Hver einasta fjölskylda í bænum
skuldaði manninum hennar peninga,
en hún hafði ekki efni á að skreppa til
Chicago, ekki einu sinni til Minnea-
polis. Hún varð að sætta sig við einn
veturinn enn án nokkurrar tilbreyting-
ar, af því að hann var of ragur td að
heimta borgun. Hann tók gæs fyrir
greiðslu, eða skíðisfaðm. Hann gat ekki
heimtað greiðslu, af því að hann vissi,
að hann var enginn læknir. Og hann
var cnginn læknir. Hún vissi það, þótt
bæjarbúar vissu það ekki, að hann var
bæði heimskur og klaufskur.
Þegar hún heyrði um bifurbúin hans
Elgs, hafði hcnni dottið snjallræði í
hug. ; . .
Hún sá, að maðurinn hennar opn-
aði augun og starði á hana. Hún rétti
upp höndtna og snerti vanga Viktors,
strauk hann þangað til hann gleymdi
óttanum við manninn hennar og fór
að strjúka andlit hennar. Hendur hans
skulfu, og hún fann blóðið fossa í æð-
um hans, þar sem hnakki hennar snerti
læri hans.
Maðurinn hennar var hræddur við
allt — hræddur við hana, hræddur við
sjúkdómana, sem hann varð að fást við
í starfi sínu, hræddur við sinn eigin
vanmátt. Og Viktor var líka hræddur,
við sjálfan sig, við hana, við manninn
hennar. En það skipti engu máli. Hann
gat ekkert gefið henni, hvort sem var.
Og honum gat hún fyrirgefið margt,
58
HEIMILISRITIÐ