Heimilisritið - 01.01.1956, Side 61

Heimilisritið - 01.01.1956, Side 61
af því að hann var ungur og fallegur, og af því að hann tilbað hana. En Elsur aftur á móti. . . . Hún hcrpti saman varirnar, er henni varð hugsað tii hans. Elgur var ekki hrædd- ur, að minnsta kosti ekki við hana. En það skipti engu, hvað hann hugsaði eða gcrði. Hann var bara einsctumað- ur, sem faldi sig og flýði lífið, kom sjaldan í bæinn, og þá vcnjulega til þess að drekka sig útúrfullan og vitlausan. Hún hataði hann, af því að hann gat horft á hana eins og hún væri ekki neitt. Eins og hún verðskuldaði ekki að vera kona vinar hans. Þegar maðurinn hennar sagði henni frá bifurbúunum hans Elgs, hafði hún farið til Viktors og beðið hann að hjálpa sér til að finna þau. Svo skyldu þau veiða alla bifrana og skipta pen- ingunum milli sín. En Viktor hafði færzt undan, hræddur við að hafna bón hennar, en ennþá hræddari við annað. Hann sagðist ekki rata á þeim slóðum, þar sem Elgur bjó, sagðist aldrei mundu finna bifurbúin, og svo væm bifurveið- ar bannaðar með lögum. Og hvað mundi læknirinn segja, ef þau strykju saman út í skóginn og yrðu marga daga í burtu? Við hnakka sér fann hún blóðið fossa í æðurn Viktors. En hún vissi, að það stafaði ekki af geðshræringu vegna nær- veru hennar, hcldur aðeins af ótta. Hann skalf af ótta — ótta við að lækn- irinn mundi opna augun og sjá, að hann var að gæla við konuna hans. Viktor þorði aldrei að stíga út af slóðum sið- seminnar. Álit annarra réði flestum gerðum hans. En hún gaf ekki fimm aura fyrir skoðanir annarra, sagði hún stolt við sjálfa sig. Hún gat ekki gcrt að því, að henni leizt vel á Viktor. Hún gat ekki stillt sig um að leika sér að honum, koma JANÚAR, 1956 honum til að skjálfa af gimd. Það var unun að horfa á hann. Þegar hún lá andvaka á nóttunni og gat ekki sofnað fyrir einhverri þrá, hugsaði hún stund- um um hann með losta og sagði við sjálfa sig, áður en hún sofnaði, að hún mundi láta undan honum. En í dagsljósinu hurfu þessar tilfinn- ingar. Þesar hún var úti að ganga með Viktor, cða reið með honum út um sveitirnar, hugsaði hún með sér: Nei, auðvitað ekki. Hvað var upp úr þv/ að hafa? Viktor var aðeins sveitadrengur, þótt fallegur væri. Hún leit upp og sá hreina drættina kringum kjálka hans. „Vertu ekki hræddur,'1 sagði hún til þess að fá hann til að líta á sig. „Lcw er sofandi.“ „Ég er ekkert hræddur við það.“ Hún hló með sjálfri sér, þegar hún heyrði þessa lygi. Nú geðjaðist henni að honum, þegar sterkir fingur hans struku háls hennar og vanga. „Það er skrítið, að nokkur skuli vera hræddur við Lew,“ sagði hún. „Ég er ekki hræddur við neitt,“ sagði Viktor veikum rómi. Hún vissi að maðurinn hennar horfði á hana. En þegar hún leit á hann, lok- aði hann augunum snögglega, og aftur heyrði hún hægan andardrátt hans, sem hann hélt í skefjum með öllu viljaþreki sínu. Svo, þegar augnalok hans bærðust örlítið, lyfti hún hcndinni að skyrtu- brjóstinu og hncppti henni frá sér. En Viktor þorði ekki að þiggja þetta boð. Þó skipti það engu máli. Maðurinn hcnnar hafði séð hana og skilið. Hún brosti og sagði við sjálfa sig: Já, þú mátt kveljast, skepnan þín, þú mátt kveljast. . . . Þetta var þá ferðin, sem hann hafði lofað henni, sem hana hafði verið að dreyma um allt sumarið. Fcrðin til Chi- cago, þar sem hún mundi sjá ríkt og 59

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.