Heimilisritið - 01.08.1956, Side 39

Heimilisritið - 01.08.1956, Side 39
aftur? Af hverju gerir hún það ekki?" „Guð þarfnast hennar líka, góða mín," sagði ég, því ég vissi, að það myndi Elinóra hafa sagt. Við Sara vorum afar samrýmd næstu dagana. Við hugguðum í sameiningu litlu drengina, og böð- uðum Jönu. A nóttunni kom Sara og skeið upp í hjónarúmið til mín, tók utan um mig og sofnaði. En oft sagði hún ósakandi: „Pabbi, þú gætir náð okkur í nýja mömmu." Nú lá ég einn í rúminu, þar sem ég hafði svo oft sofið hjá Elinóru, og hugsaði um Goldy. Ég finn hana, lofaði ég sjálfum mér, og ég skal ekki hegða mér eins og fífl, þegar ég finn hana. Ég skal ekki fæla hana í burtu með því að koma fram eins og kven- mannsþurfandi ekkill. Þrem dögum seinna ók ég til spíalans. Ég hringdi, og glaðleg rödd Goldy svaraði. „Þetta er Davið,” sagði ég. Ég var með öndina í hálsinum. „Hve- nær hættir þú að vinna?" Ég átti frí um kvöldið, því ég hafði íeng- ið frú Gates til að gefa börnunum að borða og hátta þau. Ég bauð Goldy til kvöldverðar, og síðan í næturklúbb, sem ég hafði stöku sinnum íarið með Elinóru í. Kvöldið var dásamlegt. Að því búnu bauð hún mér upp í her- bergi sitt til að fá einn bjór, áður en ég æki heim. Ég mundi ásetn- ing minn og gerði mitt bezta til að koma ekki of nærri Goldy. En jafnskjótt og við komum inn, var Goldy komin í faðm minn. Aftur brá mér ofurlítið, eins og heima hjá mér á sunnudaginn. Ég sagði sjálfum mér að vera ekki gamal- dags durgur. Goldy var tíu árum yngri en ég —• einungis saklaus krakki, hugsaði ég. Máske vissi hún ekki vel, hvað hún var að gera. Svo ég settist á stól í hin- um enda stofunnar. Aður en ég vissi af, var Goldy komin í kjöltu mína. Eftir það gat ég ekki haldið aftur af mér. Ég kyssti hana áfjáður, og reyndi að taka ekki eftir, hvernig pilsin drógust upp á granna fótleggi hennar. Að lokum tókst mér með mikilli áreynslu að hætta. „Ég bið afsök- unar, Goldy,” sagði ég, „þú mátt treysta mér. Þó ég sleppi mér svona nú. Ég lofa að hegða mér sómasamlega, ef þú vilt heim- sækja okkur á sunnudaginn. Krakkarnir eru sífellt að spyrja eftir þér." Hún þrýsti andlitinu að vanga mínum. „Elskan, ég er ekki eins mikið barn og þú heldur. Ég er hjúkrunarkona og þekki lífið. Ég er tuttugu og þriggja ára gömul. Hver segir, að ég kæri mig um karlmann, sem ég get treyst?" ÁGÚST. 1956 37

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.