Heimilisritið - 01.02.1958, Page 47

Heimilisritið - 01.02.1958, Page 47
var um raunverulega ást að ræða, byggða á traustum grundvelli. Jonny skynjaSi tilfinningar mín- ar og sambúS okkar varS inni- legri. AS lokum fæddist Jonny, drengurinn okkar, og daginn sem við fluttum hann heim frá sjúkra- húsinu var hamingja okkar full- komin. Svo var það dag nokkurn — frænka mín kom til að sjá barn- ið, og hún kom með bréf til mín. AnnaS bréf með rithönd Clems á umslaginu. Mér fannst kalt vatn renna milli skinns og hör- unds á mér. Þegar ég var orSin ein, reif ég bréfið og brenndi án þess að lesa þaS. Viku seinna kom annað bréf frá Clem ásamt bréflappa frá frænku minni. Hún vildi fá að vita eitthvað um þessi bréf svo ég hringdi til hennar. „Maður, sem ég þekkti einu sinni er stöðugt að skrifa mér,“ útskýrði ég fyrir henni. ,,Hvers vegna skrifar þú hon- um ekki og segir honum að láta þig í friði þar sem þú ert gift?“ spurði hún stórmóðguS. ,,Eg reif öll bréfin,“ svaraði ég. „Kannske missir hann kjark- inn og hættir að skrifa.“ Bréfin hafði ég rifið og brennt, en þau höfðu skilið eftir meira en öskuna, þau höfðu skotið mér skelk í bringu. Clem var þrár. HvaS hafði hann í hyggju ? HvaS vildi hann ? AS lokum, þegar næsta bréf- iS kom, og í þetta sinn í mína eigin bréfalúgu, fannst mér ég verða að opna það. Hvernig vissi hann, hvar ég var ? Betsy, elskan mín —“ stóð í bréfinu. „Fékkstu ekki bréfin frá mér ? Ég hringdi og talaði viS einn af frændum þínum og fékk hjá honum nýja nafniS þitt og heimilisfangið. Hvers vegna gift- ist þú, Betsy ? Það skiptir raun- ar engu máli, elskan, við kipp- um þessu einhvern veginn í lag, þar sem ég er nú skilinn. SegSu þessum náunga, að þú hafir ekki vitað, að ég var að verða frjáls. SegSu honum, aS þú sért mín. Ég verð á leiðinni til þín, þegar þú lest þetta bréf. Ég bý á Colo- nial Hótelinu. Hittu mig þar um áttaleytiS á föstudagskvöld, Betsy. Ef ég heyri ekkert frá þér, kem ég heim til þín. ÁstarkveSj- ur, Clem.“ Þegar ég hafði lokið lestrinum var ég skelfingu lostin. HvaS átti ég til bragðs að taka ? Ég vildi ekki hitta Clem, en hann sagði, að ef hann heyrði ekkert frá mér, myndi hann koma heim til mín. Ég gat ekki komið neinu á blað og ekki heldur talað við Clem í millisambandssíma. Ég ákvað því að hitta hann, HEIMILISRITIÐ 45

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.