Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Síða 4

Fjölnir - 04.07.1997, Síða 4
Formáli Tómasar Sæmundssonar að fyrsta árgangi Fjölnis er innblásin stefnuskrá — hvatningaróður til fslendinga um að hrista af sér deyfðina, efla sér skilning á sjálfum sér og veröldinni og búa sér samfélag sem hæfir frjálsum og dugandi mönnum. Tvírœður formáli Þótt sumt af því sem Tómas segir eigi vart við lengur þá er það miklu fleira sem á fullt erindi við okkur í dag — ekki síst sá andi sem svall í brjósti Tómasar og sem svífur yflr formálan- um. Flann birtist því hér í endurvöktum Fjölni; færður til nútíðarmáls af Árna óskars- syni, skýrður af Gunnari smára Egilssyni og myndskreyttur af Hallgrími Helgasyni. F j ö 1 n i r tímarit handa 4 íslendingum surrmr '97 alþingi — lífguðu og varðveittu anda þjóðarinn- ar61. Hann er henni eins ómissandi og sálin lík- amanum eigi maðurinn að geta lifað, ekki aðeins sínu lífi heldur líka öðru háleitara, það er lífi þjóðarinnar, eins og hann er til skapaður og orðið margfaldlega sæll hér á jörðu.7) Þegar Eccert Ólafsson tók sér fyrir hendur, í sín- um fallega Búnaðarbálki11, að minna landa sína á náttúruauð og ágæti ættjarðar sinnar og kenna þeim hvernig þeir gætu lifað á Islandi arðsömu og gagnlegu, ánægjufullu og farsælu lífi með atorku og með því að beita mætti sínum skyn- samlega þá spyr hann fyrst hvað því valdi að íslendingum veitist það svo torvelt. Og hann eignar það þokuöndum sem búi í loftinu. Það eru, segir hann, hjátrú og deyfð þeirra sem í landinu búa. Það er ekki ólíklegt að mikið væri hæft í því á hans dögum. Því þó hjátrú2) hafi eyðst og framtakssemi farið vaxandi í landinu síðan — svo sem með þilskipaveiðum, garðrækt og öðru fleiru31 — þá eimir enn meira en skyldi eftir af hvorutveggju, ekki síst deyfðinni4) sem mun vera ein helsta undirrót margra báginda á íslandi. En skynsemi og reynsla votta það báðar að reisa má skorður við deyfðinni eins og öðru illu því sem komið er undir mannlegum vilja. Því hvað er deyfðin nema svefn sálarinnar? En sálin getur vakað og á að vaka þegar skynsamlegar rök- semdir ráða til atorku og glaðværðar. Reynslan sýnir líka að ísland þarf ekki að fara varhluta af þeim. Forfeður okkar fúndu sér margt til skemmtunar að stytta með skammdegið og meðan Þormóður orti mansöngva til Kolbrúnar efndu aðrir til kappleikja víða um héruð og safn- aðist þangað múgur og margmenni, konur og karlar51. Og þó stundum gránaði gamanið báru þessir leikir þó þann árangur að þeir fengu mönnum umtalsefni og viðkynningar og vörn- uðu því að þróttur manna sljóvgaðist af svefni og ómennsku. Þeir og þingin — og einkum sjálft h Með því að vitna til Eggerts Ólafssonar í upp- hafi formálans er Tómas að taka afstöðu gegn þesslags alþjóðahyggju sem á hans tíma holdgerð- ist í WlAGNÚSI Stephensen landfógeta. Magnús vildi lyfta íslensku samfélagi upp úr deyfðinni með því að tengja það umheiminum; flytja hingað hug- myndir, lausnir og fyrirmyndir og nota þær sem svipu til að knýja íslenskt samfélagíáfram svö það stæði á endanum jafnfætis öðrum samfélögum. Hann var því nokkurs konar JóN BaldVin Hanni- BALSSON sinnar tíðar — upplýsingaröldin var hans Evrópusamband og GATT. Eggerti var jafri um- hugað og Magnúsi að þoka íslensku samfélagi áfiram en áherslurnar voru aðrar. Hann vildi vekja með löndum sínum nýjan lífskraft svo þeir hristu af sér slenið, sæktu sér betri kjör og byggðu hér upp mannsæmandi samfélag. An þessara innri for- sendna voru framfarirnar Iítils virði að mati Eggerts; ef löngun eíitir að standa öðrum jafiifætis ætti ein að knýja þjóðina áfram væri hætt við að hér byggi á endanum vel stæð en að öðru leyti duglaus þjóð. Samfélag yrði ekki byggt á eftiröpun heldur þyrfti það að eflast innan ffá — ef svo má að orði komast. En þrátt fyrir áherslu Eggerts á sjálfstæði þjóðarinnar og vantrú hans á að inn- flutningur á hráum hugmyndum gæti einn Iyft samfélaginu var hann enginn STEINCRÍMUR J. SlCFÚS- SON eða KristíN ElNARSDÓTriR. Hann vildi ekki vernda óbreytt ástand með þeim rökum að það væri íslenskt ástand. Hann vildi gera það sama við íslenskar hugmyndir og erlendar — nýta þær sem nýtilegar voru en henda hinum. En hvaðan svo sem hugmyndirnar komu var höfuðmarkmiðið að búa til samfélag sem blési mönnum í brjóst kapp- semi og bjartsýni — og trú á að þeir gætu sjálfir mótað þetta samfélag og lífskjör sín sjálfs. 2) Hjátrú er hér blind trú á að svona sé þetta nú einu sinni, þannig hafi þetta alltaf verið og þannig muni þetta alltaf verða. f tíð Eggerts gat þetta átt við slöðu mannsins gagnvart náttúrunni; trúna á að maðurinn ætti allt sitt undir henni og gæti í raun fatt eitt gert sér til bjargar. Það var til lítils að auka bústofninn ef menn trúðu að hann myndi hvort eð er falla í næsta harðæri. Það var því heilla- vænlegast að lifa með óblíðri náttúrunni, aðlaga sig að henni. í dag beinist hjátrúin fremur að þjóð- féláginu en náttúrunnn Menn trúa að þeir fái í raun litlu ráðið urn mótun samfélagsins og að best sé að aðlaga sig því — gérá-það sem til er ætlast. Hjátrú blómstrar hvar sem fólk finnur sig óffjálst; hvort sem það er vegna óblíðrar náttúru eða stífni í þjóðfélaginu eða innibyrgðs anda samfélagsins. Hjátrúin nærist á ótta. Samfélög sem eru þrungin ótta eru hlekkjuð við hjátrúna. 3) Hér má að sjálfsögðu bæta við án þess að erindi Tómasar raskist við það; Vatnsaflsvirkjunum, frystitogurum, tölvum, Seðlabönkum, umboðs- mönnum almennings, barna og kvenna og þar ffam efitir götunum. 4) Deyfðin er vantrú mannsins á að hann geti lifáð því lífi sem hann helst kýs sjálfúr. Deyfðin á sér enga gilda afsökun; ekki óblíða náttúru, ekki miskunnarlaust lífsgæðakapphlaupið, ekki dauf- legan samtíma. Fólk hefúr lifað af hörmungar með reisn og fólk hefúr lifað eins og hundar við alls- nægtir. Deyfðin er okkur því jafn tryggur fylgdar- maður í dag og á tímum Tómasar. Hann lifði við atvinnuhætti og félagslíf sem ekki höfðu endur- nýjast og aðlagast breyttum tímum. Við lifúm við kirkju og listaheim, verkalýðshreyfingu og mennta- stofnanir, stjórnmálaflokka og ríkisvald sem okkur hefur ekki tekist að endurnýja og eru hætt að þjóna fólki eða virkja það til góðra verka. 5) Tómas tilgreinir fyrst spaug, gamanmál og græskulausa leiki sem merki þess að samfélag þjóð- veldisntanna hafi verið lifandi. Hann metur því samfélög ekki út frá afrekum þeirra heldur hvern lífsskilyrði þau búa mönnum; hversu vel þeir fai notið sín innan þeirra. Fyrir Tómasi eru sameigin- leg afrek þjóðarinnar ekki eftirsóknarverð heldur velferð hvers einstaklings í samfélaginu. 6) Hér er ekki átt við að andi þjóðarinnar sé sagan, tungan og landið — einhverjar byrðar sem okkur eru lagðar á herðar og ætlað að dröslast með þar til við getum varpað þeini á herðar næstu kynslóðar. Andi þjóðarinnar er líf samfélagsins; geta þess til að kljást við vanda sinn — eins og hver maður þarf að kljást við sinn lífsvanda. Ef það fyrrtalda — sagan, landið, tungan og þjóðin — er þekking; þá er andi þjóðarinnar kunnátta. Við getum þekkt þjóðararfinn en eftir sem áður ekki kunnað að iifa. Því er hin lifandi kunnátta fyrir öllu; án hennar berum við ekkert skynbragð á þekkinguna og vit- um ekki hvað af henni er nýtilegt og hvað ekki. Ef við tökum þekkinguna ffarn yfir kunnáttuna erum við það sem Þórbergur kallaði karakterískt heimsk; við vitum margt en kunnum ekki með það að fara. 7) Á bak við þessa trúarjátningu Iiggur sannfæring um að manninum farnist best þegar hann lifir í samfélagi. Tómas vill að hver maður lifi heill og sé heill í samfélagi við aðra menn. Hann hefúr ekki trú á að það leiði til þroska að stimpla sig út úr samfélaginu og ætla sér að þroskast einn. Hann er ekki aðdáandi fjallaskálda, jóga eða einsetumanna. Hann trúir að maðurinn sé mótaður af samfélagi sínu og verði því að þroska skilning sinn á því til að geta skilið sjálfan sig. Og eins og manninum er nauðsyn á að vera meðvitaður um sjálfan sig og virkur í eigin iífi, þannig þarf hann einnig að vera meðvitaður og virkur í samfélaginu sem hann lifir í. Hvorugt fæst keypt eitt og sér; enginn verður heill einstaklingur sem ekki lifir heill og virkur í samfélaginu og sá mun aldrei skilja samfélagið sem ekki er heill sem einstaklingur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.